Listasafn Islands

EXploding MEaning - Gudjon Bjarnason - One - person exhibition

18. March - 23. April 2006

Hafnarhús

Guðjón Bjarnason er kunnur fyrir öflug verk sín þar sem hann sprengir sundur stálrör og stillir brotunum saman á nýjan leik. Auk slíkra verka eru á sýningunni myndverk sem Guðjón vinnur á plaststriga með sérstakri tækni. Myndverkin verða sýnd á jarðhæð Hafnarhúss, en á annarri hæð hússins eru að finna auk stakra eininga, tug kerfisbundinna samsetninga af sprengiskúlptúrum er þekja allt í senn gólf, veggi og loft með hundruðum mistættra sprengibrota er mynda eyðilegar en samfelldar heildir. Verkin teygja sig yfir í port Hafnarhússins en þar verður innsetningin "MurMur Woogie", fjögur tonn af sprengdum málstrendingum sem fluttir verða af sprengistað og endursviðsettir í portinu.

Guðjón hefur sagt um verk sín að í hnotskurn hverfist þau um sjálfskapað ástand, rými og hluti sem hafi í senn sundurgersts og verið á óafturkræfan hátt verið ýtt á ystu nöf en hafi engu að síður möguleika á birtingu heilsteyptar samhangandi myndar í hugskotsjónum áhorfandans. Verkin séu þannig í megindráttum hugsuð sem persónuleg yfirlýsing um merkingu og hlutverk listarinnar í sjálfri sér innan samtímans.

Guðjón starfar bæði sem myndlistarmaður og arkitekt og á að baki margar einkasýningar á Íslandi og erlendis. Þá hafa verk hans verið á samsýningum víða um heim.

 


Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.16.2015