News

Listasafn Islands

OPIÐ ALLA PÁSKANA Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS OPIÐ TIL KL. 22 Á SKÍRDAG

OPIÐ ALLA PÁSKANA Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS OPIÐ TIL KL. 22 Á SKÍRDAG
HAFNARHÚS
opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-22
SKÍRDAGUR kl. 20:00:
HORFT ÚR VESTRI
Samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Kviksögu verður framhaldið á skírdag þegar tvær athyglisverðar heimildarmyndir úr rannsóknarverkefninu Ísland og ímyndir norðursins verða sýndar. Myndin Iceland: Wonders of the World frá árinu 1970 er eftir bandaríska kvikmyndagerðarmanninn Hal Linker. Í myndinni er lögð áhersla á vöxt, uppbyggingu og nútímavæðingu Íslands. Hin mynd kvöldsins er Hard Rock and Water  eftir kanadíska kvikmyndagerðarmanninn Barbara Doran og er frá árinu 2005. Í myndinni er gerður samanburður á Íslandi og Nýfundnalandi þar sem hinu fyrrnefnda er stillt upp sem fyrirmynd í efnahagslegu og pólitísku tilliti.

 Sjá nánar um myndirnar

SÝNINGAR Í HAFNARHÚSINU:

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON - MÁLLAUSIR KJARNAR
Sigurður Guðmundsson er meðal kunnustu listamanna Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Í Hafnarhúsinu sýnir Sigurður um 20 stór ljósmyndaverk hafa aldrei verið sýnd áður.

D - 8  GUNNHILDUR HAUKSDÓTTIR
Áttundi listamaðurinn í D sýningarröðinni sem helguð er ungum listamönnum.

ÞÖGN
Sýningarstjórinn JBK Rannsu valdi fjóra, kunna myndlistarmenn til að gefa sig á vald þagnarinnar. Þetta eru þau Finnbogi Pétursson, Finnur Arnar, Haraldur Jónsson og Harpa Árnadóttir.

ERRÓ - OFURHETJUR
Í þessari sýningu er sjónum beint að ofurhetjum í verkum Erró. Á meðal verka á sýningunni er Vísindaskáldskaparvíðátta sem er rúmlega 13 metra langt.

KJARVALSSTAÐIR
opnir daglega 10 - 17

MIKINES
Mikines hefur verið kallaður faðir færeyskrar málaralistar.  Staða hans sem brautryðjanda og fyrirmynd yngri listamanna er svipuð og staða Kjarvals í íslenskri myndlist. Þetta er fyrsta sýning á verkum Mikines hér á landi síðan 1961.

NÍNA SÆMUNDSSON
Áhrifamiklar höggmyndir eftir Nínu Sæmundsson úr safneign Listasafns Reykjavíkur.

JÓHANNES S. KJARVAL - ÚR SAFNEIGN
Á sýningunni eru verk sem endurspegla þrennskonar myndefni listamannsins; landslag, mannamyndir og fantasíur.

BYGGINGARLIST Í AUGNHÆÐ
Norðursalur Kjarvalsstaða er jafnan helgaður ungu fólki, sköpunargleði og góðri samverustund. Að þessu sinni er sjónum beint að byggingarlist.

ÁSMUNDARSAFN
   opið daglega 13 - 16

ÁSMUNDUR SVEINSSON - LÖGUN LÍNUNNAR
Yfirlitssýning á abstraktverkum Ásmundar Sveinssonar.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.22.2015