News

Listasafn Islands

OPIN LISTSMIÐJA FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA OG LISTAMANNSSPJALL UM HELGINA

LÁTTU LJÓS ÞITT SKÍNA OG SPREYTTU ÞIG Í LEIRLIST
Sunnudaginn 30. mars kl. 13-16 verður opin leirlistsmiðja fyrir alla fjölskylduna á Ásmundarsafni.  Hér eru verk Ásmundar Sveinssonar notuð sem innblástur í eigin þrívíða sköpun. Byrjað verður á stuttri yfirferð um sýninguna en að því loknu er sest niður í vinnustofu með leir og viðeigandi verkfæri til að móta leirinn undir áhrifum frá Ásmundi. Umsjón með listsmiðjunni hafa myndlistarkonurnar Sigríður Ólafsdóttir og Dagbjört Drífa Thorlacius. -Allir velkomnir og þátttaka er ókeypis.

HARALDUR JÓNSSON TEKUR ÞÁTT Í LEIÐSÖGN UM ÞÖGN
Myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson er meðal fjögurra myndlistarmanna sem eiga verk á sýningunni Þögn í Hafnarhúsinu.  Hann tekur þátt í leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 30. mars klukkan 15.  Hann fjallar um eigið verk og hvernig það tengist viðfangsefni sýningarinnar. 


AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.10.2015