News

Listasafn Islands

FÆREYSK MENNINGARVEISLA, KJARVALSSTAÐIR, LAUGARDAGINN 5. ARPÍL KL. 14 - 18

Hátíðin er haldin í tengslum við myndlistarsýningu færeyska meistarans Mikines sem staðið hefur yfir á Kjarvalsstöðum um nokkurt skeið en lýkur sunnudaginn 6. apríl. Fyrir Færeyingum er Mikines eins og Kjarval er fyrir Íslendingum og sótti hann innblástur í náttúru, landslag og líf Færeyinga. Tengsl landanna ná langt aftur í aldir og langt út fyrir myndlist eins og hátíðin mun endurspegla, en við undirbúning á Mikines sýningunni komst á einstakt samband aðila úr færeysku og íslensku menningarlífi sem skilar sér núna í þessari glæsilegu hátíð.
Samstarfsaðilar Listasafns Reykjavíkur um Færeyska menningarveislu eru Færeyingafélagið í Reykjavík, Vestnorræna ráðið, Sendiskrifstofa Færeyja, Hótel Örkin, Færeyjaferðir og Flugfélag Íslands.

DAGSKRÁ
kl. 14:00   SETNING FÆREYSKRAR MENNINGARVEISLU.

kl. 14:10   Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og sýningarstjóri fylgir gestum um sýninguna og segir frá meistara Mikines og samhengi hans og sérstöðu í færeyskri myndlist.

kl. 15:00   Leikbrúðuland Helgu Steffensen sýnir brúðuleikritið Vináttu.

kl. 15:30   Fjölskylduleiðsögn um sýningu Mikines – léttur leikur sem miðar að því að varpa ljósi á málarann Mikines á frumlegan og skemmtilegan hátt.


Katrina petersen

kl. 16:00   Tríó Katrinar Petersen frá Færeyjum leikur færeysk lög. Tríóið er skipað hinni kunnu, færeysku söngkonu Katrinu Petersen, Leivi Thomsen sem er einn þekktasti gítarleik ari Færeyinga og bassaleikarnum snjalla Bjarka Meitel.

 

 

 

kl. 16:30   Dansarar frá Færeyjum stíga færeyskan dans og leiðbeina gestum sem vilja taka þátt í dansinum.

kl. 17:00    Kynning á ekta, þjóðlegum, færeyskum mat eins og skerpukjöti, rastakjöti, hvalkjöti, og hvalaspiki. Herlegheitunum er skolað niður með færeyskum bjór.

kl. 14 - 18   Kynning á Færeyjum á vegum Smyril Line á Íslandi, Atlantic Airways og Flugfélags Íslands.

kl. 18:00   VEISLULOK.

Öllum sýningum Kjarvalsstaða lýkur sunnudaginn 6. apríl en þá hefst undirbúningur við útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands sem verður opnuð 19. apríl.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.43.2015