News

Listasafn Islands

LISTSMIÐJA FYRIR FJÖLSKYLDUNA SÝNINGALOK Á KJARVALSSTÖÐUM

LISTSMIÐJA UM SÝNINGUNA ÞÖGN
KL. 14:00

Safnkennari Listasafns Reykjavíkur býður börn og fjölskyldufólk sérstaklega velkomið í listsmiðju um sýninguna Þögn. Í upphafi listsmiðjunnar verður sýningin skoðuð og rætt um hugtakið þögn í sínum ótal birtingarmyndum. Á eftir safnast þátttakendur saman og vinna verkefni undir leiðsögn eins og hugarflug og innblástur leyfir.

KL. 15:00
Almenn leiðsögn um sýninguna Þögn í fylgd fulltrúa fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur.
ÞÖGN
Sýningin Þögn var opnuð fyrir nokkru í Hafnarhúsinu með verkum fjögurra þekktra myndlistarmanna, þeirra Finnboga Péturssonar, Finns Arnar, Haralds Jónssonar og Hörpu Árnadóttur. Listamennirnir unnu undir sýningarstjórn JBK Ransu en viðfangsefni þeirra var þögnin í sinni breytilegu mynd. Á sýningunni túlka listamennirnir þögnina á persónulegan hátt og með ólíkum aðferðum.

SÝNINGARLOK Á KJARVALSSTÖÐUM
TÍMABUNDIN LOKUN

Yfirlitssýningu á 50 málverkum Mikinesar, sem jafnan er kallaður faðir færeyskrar málaralistar, lýkur sunnudaginn 6. apríl en daginn áður frá kl. 14-18 verður haldin í tengslum við sýninguna glæsileg menningarveisla þar sem færeyskir listamenn leika listir sínar í söng-, dans- og matargerðarlist. Öðrum sýningum Kjarvalsstaða lýkur einnig á sunnudaginn en þær eru yfirlitssýning á verkum Kjarvals, einstök sýning á höggmyndum Nínu Sæmundsson sem eru í eigu Listasafns Reykjavíkur og einnig hinni barn- og fjölskylduvænu sýningu Byggingarlist í augnhæð.

Á sunnudag kl. 15:00 er leiðsögn um sýningar Kjarvalsstaða í umsjá fulltrúa fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.55.2015