News

Listasafn Islands

BLAÐAMANNAFUNDUR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR Í DAG, FIMMTUDAGINN 15. MAÍ, KL. 14.30 – 15.00

Ásamt Obrist verður viðstaddur hluti þeirra tæplega eitthundrað lista- og vísindamanna sem taka þátt í Tilraunamaraþoninu. Að loknum blaðamannafundinum gefst fjölmiðlafólki kostur á að ganga um sýninguna og mynda hana.
Á fundinum mun Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur einnig segja stuttlega frá fjórum öðrum sýningum sem verið er að opna á Kjarvalsstöðum næstkomandi sunnudag, en þar ber hæst samsýningin Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist og risainnsetning Mörthu Schwarts, I Hate Nature / ‘Aluminati’, í garði Kjarvalsstaða, sem Félag landslagsarkitekta á Íslandi á veg og vanda að. Þá mun Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík fara yfir aðkomu hátíðarinnar að sýningum Listasafns Reykjavíkur.

Tilraunamaraþon Listasafns Reykjavíkur er afar kostnaðarsöm framkvæmd að öllu leyti og nýtur stuðnings margra aðila. Í tilefni af blaðamannafundinum mun Listasafn Reykjavíkur undirrita samstarfssamninga við stærstu styrktaraðila hennar Orkuveitu Reykjavíkur og Icelandair.

Það er ákaflega viðeigandi að Orkuveita Reykjavíkur sé aðalstyrktaraðili sýningarinnar,  þar sem vísindi og listir fléttast saman í sýningunni rétt eins og í nýsköpunarstarfi Orkuveitunnar. Þá mun heitt kranavatn einnig leika stórt hlutverk í þeirri einstöku tilraun sem gerð verður á fundinum.

Icelandair hefur gert Listasafni Reykjavíkur kleift að bjóða til landsins flestum þátttakendum Tilraunamaraþonsins en í sýningunni taka þátt tæplega 100 lista- og vísindamenn, frá 12 löndum og úr í 5 heimsálfum. Auk þess eru hingað komnir, víða að, á þriðja tug erlendra blaðamanna sem munu gera sýningunum og Listahátíð í Reykjavík góð skil í virtum alþjóðlegum listatímaritum.

Icelandair hefur um árabil verið dyggur stuðningsaðili Listasafns Reykjavíkur og Listahátíðar í Reykjavík frá upphafi og gert báðum menningarstofnunum kleift að bjóða hingað til lands virtum listamönnum og áhrifamiklum blaðamönnum hvaðanæva að úr veröldinni.

Við bjóðum ykkur velkomin í Hafnarhúsið, til að kynnast Tilraunamaraþoninu, sýningarstjóra þess og listamönnum auk þess að upplifa tilraun og þiggja léttar veitingar.
Myndataka af verkum í sölum er heimil sé þess óskað.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 30.53.2015