News

Listasafn Islands

F R U M - NÚTÍMATÓNLISTARHÁTÍÐ KJARVALSSTÖÐUM 13. - 15. JÚNÍ

Nútímatónlistarhátíðin frum- 2008 verður haldin dagana 13. - 15. júní  á Kjarvalsstöðum. Í ár er hátíðin helguð tónlist þriggja tónskálda sem öll eiga stórafmæli á árinu. Atli Heimir Sveinsson fagnar sjötugsafmæli í haust, en frumflutt verður nýtt verk sem Atli tileinkar vinkonu sinni, Bryndísi Schram, sem einnig á stórafmæli á árinu. Auk þess verða leikin verk eftir ameríska tónskáldið Elliott Carter  sem verður hundrað ára í desember og Karlheinz Stockhausen sem hefði orðið áttræður í ár en hann lést 5. desember síðastliðinn.

DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR:
Föstudaginn 13. júní kl. 12:15 - 12:45
Stuttir hádegistónleikar.

Laugardaginn 14. júní kl. 12:15 - 13:00
Stuttir hádegistónleikar

Sunnudaginn 15. júní kl. 20:00
Afmælistónleikar

NÚTÍMATÓNLISTARHÓPINN FRUM SKIPA:
Gunnhildur Einarsdóttir, harpa
Ingólfur Vilhjálmsson, klarinett
Kristjana Helgadóttir, flauta
Marc Tritschler, píanó
Matthias Engler, slagverk

UM TÓNSKÁLDIN
Tónskáldin þrjú eiga það einnig sameiginlegt að vera frumkvöðlar á sviði nútímatónlistar. Mikilvægi Atla Heimis Sveinssonar fyrir íslenskt tónlistarlíf er óumdeilanlegt en hann hefur verið frumkvöðull á sviði íslenskrar nútímatónlistar síðustu áratugi. Á sjötta áratugnum stundaði Atli Heimir tónsmíðanám í Evrópu, meðal annars hjá Karlheinz Stockhausen í Köln. Stockhausen verður að teljast til frumkvöðla evrópskrar nútímatónlistar. Tónlist hans hefur ávallt verið mjög umdeild, en hún hefur óneitanlega sett mark sitt á tónlistarsöguna.

Elliott Carter er enn eitt mikilvægasta tónskáld Bandaríkjanna. Hann hefur verið virkur í nútímatónlist síðustu 80 árin og þar með upplifað persónulega alla okkar nútímatónlistarsögu. Í ár eru hátíðir haldnar um allan heim honum til heiðurs en hann lauk nýlega  hljómsveitarverki sem frumflutt verður á afmæli hans 11. desember.
Miðaverð er kr. 2000 og 1000 fyrir nemendur og eldri borgara.

Sjá hér nánar um tónlistarhópinn og dagskrá hátíðarinnar.

LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.18.2015