News

Listasafn Islands

SUNNUDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR - 15. JÚNÍ - TILRAUNASTOFA FYRIR BÖRN - LEIÐSÖGN UM FRIÐARSÚLUNA Í VIÐEY

TILRAUNASTOFA KL. 14 - 16
Næstkomandi sunnudag verður starfrækt í Hafnarhúsinu tilraunastofa fyrir börn og fullorðna Tilraunastofan var einnig starfrækt síðastliðinn sunnudag með fádæma góðri aðsókn þar sem um sextíu börn komu saman og fengu útrás fyrir vísindamanninn í sér. Tilraunastofan er unnin í samvinnu við Hugmyndasmiðjuna og Myndlistaskólan í Reykjavíkur og er sett upp í tengslum við sýninguna Tilraunamaraþon sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Þar fá börn og fjölskyldur þeirra tækifæri til að vinna saman í tilraunaumhverfi þar sem hugmyndafluginu er gefinn laus taumur innan um óvenjulega hluti sem hvetja til leiks og sköpunar. Framkvæmd tilraunanna getur tekið mislangan tíma eftir eðli og áhuga þátttakenda. Leiðbeinendur eru Lani Yamamoto og Sigríður Helga Hauksdóttir.

FRIÐARSÚLAN Í VIÐEY KL. 14:30

Hafþór Yngvason safnstjóri segir frá tilurð Friðarsúlunnar í Viðey sem Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, lét reisa í Viðey á síðasta ári. Yoko kallar súluna „sameiningartákn þeirra sem vilji leggja sitt að mörkum til heimsfriðar með hljóðlátum hætti“. Kveikt er á súlunni árlega á fæðingardegi Johns heitins Lennons 9. október og hún látin loga til 8. desember, sem er dánardagur hans. Auk þess er ljós hennar tendrað við önnur tækifæri.


AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.49.2015