News

Listasafn Islands

LIST Í ALMENNINGSRÝMI Á LÖNGUM FIMMTUDEGI Í HAFNARHÚSINU - MAGS HARRIES & LAJOS HEDER

Fimmtudaginn 19. júní kl. 20:00
Bandarísku listamennirnir Mags Harries og Lajos Heder eru á meðal þekktustu listamanna Bandaríkjanna sem hafa helgað sig list í almenningsrými. Fimmtudaginn 19. júní kl. 20:00 munu þau halda fyrirlestur í Hafnarhúsinu undir yfirskriftinni Afhjúpun hins óséða.

List í almenningsrými er nokkuð víðtækari fyrirbæir en að setja upp stór verk á opinberu svæði. Hún getur haft áhrif á alla þætti umhverfisins og varpað ljósi á ljóðræna möguleika þess. Að sögn listamannanna þá er verkum þeirra sameiginlegt að móta samfélagslegt rými, skapa samfélagslegar hefðir, fá almenningsrými til að enduróma sögu staðarins, minninguna og ímyndaða möguleika hans. Verk þeirra taka á sig ýmsar myndir en eru unnin út frá fyrrgreindum forsendum þar sem rík áhersla er lögð á staðhætti.

Sjá hér nánari upplýsingar um listamennina á heimasíðu þeirra.

Hafnarhúsið er opið til kl. 22:00 öll fimmtudagskvöld.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.27.2015