News

Listasafn Islands

SAFNADAGURINN FYRIR FJÖLSKYLDUNA!

Í norðursal Kjarvalsstaða má iðulega finna sýningar sem hafa sérstök fræðslumarkmið að leiðarljósi og virka vel sem lykill að öðrum sýningum í safninu. Nú stendur yfir sýningin Hvar er ég? sem fjallar um þau tæki og tól sem við notum til að staðsetja okkur í tilverunni. Þar má finna risastóra krítartöflu í laginu eins og Ísland og kort af Íslandi frá 17. öld sem gefur okkur til kynna hvernig hugmyndi r um Ísland og norðrið hafa breyst í gegnum tíðina. Þá er áttaviti í gólfi og hnattlíkan til staðar ásamt tölvu með vinsæla staðsetningarforritinu Google Earth sem gerir manni kleift að skoða hina ýmsu staði nær og fjær. Landakortabækur, sögur af fjarlægum stöðum og ævintýri eru í salnum og upplagt að hefja safnaleiðangur um Kjarvalsstaði á þessum stað.

Listasafn Reykjavíkur kom nýlega með fram á sjónarsviðið verkefni sem fjölskyldufólki er boðið upp á og gerir þeim kleift að fara um hvaða sýningu sem er í boði og gera úr því leiðangur sem er í senn skemmtilegur og fræðandi. Verkefnið nefnist Hvað er svona skemmtilegt við safn? og er ætlað ungum ofurgestum. Gestir fá í hendur bækling með skemmtilegum hugleiðingum um safnið, verkin og hvað 
það getur verið gaman að spá og spekúlera. Hægt er að teikna mynd af verkum eða öðru sem kemur upp í hugann og síðan fylgir ofurgestsgríma sem hægt er að setja upp til að átta sig betur á verkunum sem fyrir augu ber.

Íslensku safnaverðlaunin verða afhent á Bessastöðum í tilefni dagsins en þess má geta að árið 2001 féllu þau í skaut Listasafni Reykjavíkur fyrir framúrskarandi fræðslu- og fjölskyldustarf.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10 - 17, Hafnarhús daglega frá kl. 10 - 17 og fimmtudaga 10 - 22.  Ásmundarsafn er opið daglega kl. 10 - 16.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.44.2015