News

Listasafn Islands

KENNILEITI MINNINGANNA KVÖLDGANGA ÚR KVOSINNI 24. JÚLÍ KL. 20:00

Í göngunni verður lögð áhersla á að skoða útilistaverk á hugmyndafræðilegum grundvelli og draga þannig fram nýjar áherslur og nýja sýn auk þess að vekja upp spurningar um mikilvægi verkanna. Gangan hefst við Hafnarhúsið en boðið verður upp á stutt spjall í lokin.

Sigurlaug Ragnarsdóttir er listfræðingur og menningarmiðlari. Hún hefur rannsakað og safnað saman upplýsingum um útilistaverk í eigu og umsjón Reykjavíkurborgar með miðlun í huga.

Sýningarsalir og kaffitería Hafnarhússins er opin til kl. 22:00 öll fimmtudagskvöld en þar stendur nú yfir sýningin Tilraunamaraþon.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITT

 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.24.2015