News

Listasafn Islands

KLASSÍK Á KJARVALSSTÖÐUM 3. september kl. 20. Flytjendur: Carion – Danskur blásarakvintett

CARION

Einstakur blásarakvintett í heimsókn
Þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Klassík á Kjarvalsstöðum á vegum F.Í:T. og Listasafns Reykjavíkur verða miðvikudagskvöldið 3. september kl. 20. Á tónleikunum leikur verðlaunaður danskur blásarakvintett Carion sem kemur í boði F.Í.T. vegna samstarfs félagsins við norrænu einleikarafélögin. Á efnisskránni verða verk eftir Hindemith, Ravel, Elgar, Bach o.fl. Carion stofnuðu fimm framúrskarandi ungir blásarar árið 2002 sem deildu með sér sameiginlegri sýn á þróun kammertónlistar og flutnings hennar. Tónleikar kvintettsins eru einstök upplifun bæði hvað varðar gæði flutningsins og tengslin sem hópurinn leitast við að mynda við áheyrendur. Kvintettinn dregur á sjónrænan hátt fram meginlínur verkanna með hreyfingum sem styðja við tónlistina. Til að gera þetta mögulegt læra allir meðlimir hópsins tónlistina utanbókar og spila saman nótnalaust.
Fyrir leik sinn og sviðsframkomu hefur Carion hlotið verðlaun á alþjóðlegum vettvangi og í Danmörku þar sem kvintettinn er í hópi allra bestu kammertónlistarhópa landsins.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.46.2015