News

Listasafn Islands

I HATE NATURE - SÝNINGARLOK SUNNUDAGINN 24. ÁGÚST

Innsetning Mörthu Schwartz skírskotar í senn til sýningarinnar Ægifegurðar og upplifunar listamannsins á náttúrunni og umræðunni um nýtingu og verndun hennar. Martha hefur unnið fjölmörg verk í þéttbýli og fer jafnan ótroðnar slóðir í að kanna og nýta nýja möguleika sem landslagið hefur upp á að bjóða. Martha Schwartz er myndlistarmaður og landslagsarkitekt sem í verkum sínum leitast jafnan við að gera báðum listformunum jafn hátt undir höfði.

Á Menningarnótt kl. 16.30 verður Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt með leiðsögn um innsetninguna.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10 - 17. Á Menningarnótt er opið til kl. 23.00.
 

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 01.58.2015