News

Listasafn Islands

VATNSBERI - VANTSLITAMYNDIR ELLEFU LISTAMANNA - SÝNINGARSTJÓRASPJALL

Listamennirnir sem sýna eru Anna Hallin, Björn Birnir, Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Guðjón B. Ketilsson, Hafsteinn Austmann, Harpa Árnadóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hlíf Ásgrímsdóttir, Torfi Jónsson og Valgarður Gunnarsson.
Í texta sem fylgir með sýningunni segir Aðalsteinn: ,,Með reglulegu millibili hefur hópur sérsinna listamanna komið saman til sýninga á vatnslitamyndum. Samsetning þessa hóps er aldrei sú sama frá ári til árs, enda er markmiðið mikilvægara en hópeflið, nefnilega að halda á lofti merki vatnslitanna, sennilega elstu listgrein mannkyns að undanskildu steinhöggi. ... Á þessari sýningu er því að finna vatnsliti á striga, gvassliti á pappír, vatnsliti með ísaumi og svo auðvitað verk þar sem tær vatnslitur og enn tærari pappír verða eitt.
Myndefni eru jafn fjölbreytt og listamennirnir eru margir: náttúruupplifanir, mannlífsmyndir, hugmyndafræðilegar pælingar, hreinar og klárar fantasíur, jafnvel útlistanir sem hingað til hafa ekki sést nema í ritum um læknisfræði. Óhætt er að segja að þessi verk séu upplýsandi á annan máta en öll önnur listaverk sem við þekkjum."

Ásmundarsafn er opið daglega frá kl. 10 - 16. Vetraropnun hefst 1. október og er þá opið daglega 13 - 16.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 01.44.2015