News

Listasafn Islands

FERÐAFAGNAÐUR LAUGARDAGINN 18. APRÍL

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús tekur þátt í Ferðafagnaði á vegum Reykjavíkurborgar með áherslu á fjölskylduna. Í Hafnarhúsinu og Ásmundarsafni stendur fjölskyldum til boða sérstakur leiðangur sem heitir HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ SAFN? Um er að ræða spurningaleik sem gerir safnaheimsóknina að líflegum leik barna og fullorðinna. Spurningarnar á borð við „Hvað sérðu í listaverkinu sem þú valdir þér?” og  „Heldur þú að allir sjái það sem þú sérð?” leiða til umræðu og gera safnheimsóknina enn skemmtilegri. Leiknum fylgir gríma fyrir barnið, sem getur brugðið sér í gervi ofursafngestsins í leiðangri sínum um sýningarnar. Leiðangurinn er ókeypis og stendur öllum til boða.

Í Hafnarhúsinu stendur fjölskyldufólki einnig til boða FRÆÐSLUÁTTAVITINN sem er skissu- og verkefnabók um byggingarlist. Í Áttavitanum eru létt og skemmtileg verkefni sem börn og fullorðnir geta leyst í sameiningu og fjalla um rými og einkenni Hafnarhússins. Sýning Elínar Hansdóttur, Parallax, fléttast einnig inn í verkefnið en þar er um að ræða sýningu sem byggir á sjónhverfingu og bjögun sjónarhornsins.

Bókin kostar kr. 500,-

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.36.2015