News

Listasafn Islands

Reykjavík Safarí!

Fimmtudagskvöldið 16. júlí kl. 20 bjóða menningarstofnanir Reykjavíkurborgar til kvöldgöngu úr Kvosinni þar sem menningarlífið í miðborginni verður kynnt á pólsku, tælensku, ensku og spænsku.
Þátttakendur geta valið um leiðsögn á fyrrnefndum tungumálum en hóparnir fjórir munu svo hittast í lok göngu í Hafnarhúsinu þar sem boðið verður upp á hressingu og stutt skemmtiatriði þar sem Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalíns, syngur fyrir gestina.
Lagt verður af stað frá Grófarhúsi kl. 20 og tekur gangan um klukkustund en dagskránni í Hafnarhúsinu lýkur um kl. 22. Þátttaka er ókeypis. Allir eru velkomnir!
Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.33.2015