News

Listasafn Islands

2 fyrir 1 tilboð á Menningarkortum Reykjavíkur lýkur mánudaginn 28. febrúar

Menningarkort Reykjavíkur

Frá og með 1. febrúar munu menningarstofnanir Reykjavíkurborgar bjóða upp á Menningarkort Reykjavíkur, sem er ný og hagkvæm leið til að njóta menningar í borginni. Allan febrúar gefst kostur á að kaupa kortið á tvö fyrir eitt tilboði.

Í kjölfar breytinga á gjaldskrá menningarstofnana Reykjavíkurborgar var ákveðið að þróa Menningarkort Reykjavíkur sem hagkvæman og aðlaðandi kost fyrir alla sem vilja sækja sér metnaðarfulla og innihaldsríka upplifun allan ársins hring.

Menningarkort Reykjavíkur er árskort sem veitir aðgang að Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni), að Minjasafni Reykjavíkur (Árbæjarsafni og Landnámssýningu) og fá handhafar þess einnig bókasafnskort í Borgarbókasafn Reykjavíkur. Aðgangur að rúmlega 200 viðburðum og fræðsludagskrám stofnananna er að auki innifalinn í kortinu. Jafnframt þessu veitir Menningarkort Reykjavíkur ýmis önnur fríðindi, en gegn framvísun þess fæst afsláttur í verslunum og veitingastöðum safnanna, í Viðeyjarferju- og stofu, Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og af árskorti Borgarleikhússins.

Verði kortsins er haldið í algjöru lágmarki, en það kostar aðeins 5.000 kr. Eftir sem áður er ókeypis fyrir börn að átján ára aldri og eldri borgarar og öryrkjar þurfa hvorki að greiða fyrir aðgang að ofangreindum söfnum né fyrir bókasafnskort.

Hægt verður að kaupa Menningarkort Reykjavíkur hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur, Listasafni Reykjavíkur og Minjasafni Reykjavíkur, en einnig á www.midi.is.

Í febrúar býðst Menningarkortið á „2 fyrir 1 tilboði“ jafnframt því sem kaupendur Menningarkortsins fara í pott og eiga kost á að vinna vegleg verðlaun.

Auk Menningarkorts Reykjavíkur (bláa kortinu) verða til sölu árskort sem gilda einungis á Listasafn Reykjavíkur (rautt kort) eða Minjasafn Reykjavíkur (grænt kort) og kostar hvort um sig 3.000 kr.

Upplýsingar um Menningarkort Reykjavíkur má finna á vefsíðu Menningarkortsins.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.52.2015