News

Listasafn Islands

Kjarvalsstaðir, 2 sýningar opnaðar, laugardag 19. nóvember kl. 16.

Litrík og ærslafull málverk Daða Guðbjörnssonar (1954) hafa notið mikillar lýðhylli og eru vel þekkt meðal almennings.

Skrautið og flúrið í verkum sínum segir Daði að rekja megi til einhverskonar barokkstíls, en allt frá upphafi níunda áratugarins hefur Daði verið ötull við sýningarhald. Hann hefur tekið þátt í ótal samsýningum um heim allan og haldið tugi einkasýninga auk þess sem verk eftir hann eru í eigu allra helstu safna í landinu.

Í tilefni af opnun sýningar Daða á Kjarvalsstöðum mun Opna gefa út bók, ríkulega skreytta myndum og með texta eftir Rögnu Sigurðardóttur rithöfund og listgagnrýnanda. Við sama tækifæri verður opnuð í Kjarvalssalnum nýstárleg Kjarvalssýning sem Listasafn Reykjavíkur hefur haft frumkvæði að í samstarfi við nemendur í Kvennaskólanum í Reykjavík.

Á laugardaginn verður veitingasala Kjarvalsstaða opin að nýju eftir nokkrar breytingar, en nýr rekstaraðili hennar leggur áherslu á úrval hollusturétta í bland við ljúffengt kaffibrauð á verði við allra hæfi.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.38.2015