News

Listasafn Islands

Sýningarstjóraspjall - Inn í kviku, Ásmundarsafn, sunnudag 13. maí kl. 14.

Sunnudaginn 13. maí kl. 14 munu sýningarstjórarnir Kristín Guðnadóttir og Steinunn Helgadóttir spjalla um sýninguna Inn í kviku.

Viðfangsefni þessarar sýningar er kvikan sem afhjúpast þegar verkin eru skoðuð og greind í samhengi við líf listamannsins og þá tíma sem hann lifði. Sýningin Inn í kviku er þríþætt og dregur fram ólíkar hliðar á Ásmundi hvað varðar inntak, form og tímaskeið. Leitast er við að nýta húsið í Sigtúni sem rökréttan hluta af, og umgjörð um sýninguna ásamt höggmyndagarðinum í kringum húsið sem geymir mörg af þekktustu verkum listamannsins.

Frítt er fyrir handhafa menningarkortsins en nánari upplýsingar má finna á www.listasafnreykjavikur.is/heimsokn , allir velkomnir.

 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 04.12.2015