News

Listasafn Islands

Útilistaverk fjarlægt um ófyrirséðan tíma vegna skemmdarverka

Hermes skemmd.
 

 

 

 

 

 

Bronsstyttan af Hermes við Skúlatún 2 veður fjarlægð í dag, föstudaginn 16. nóvember  kl. 13  vegna skemmdarverka. Gulri málningu var hellt yfir verkið og mun reynast ógerlegt eða mjög erfitt að hreinsa hana af, án þess að skemma málminn að sögn forvarðar. Nauðsynlegt reynist því að fjarlægja styttuna og alls óvíst hvort og hvenær hægt verður að setja hana upp að nýju.
 
Styttan af sendiguðinum Hermes* er afsteypa af forngrískri styttu sem fannst í Villa dei Papiri í Herculaneum í Rómarborg hinni fornu og er sögð vera eftir gríska myndhöggvarann Lysippos (300-350 f. Kr.). Styttuna keypti Reykjavíkurborg árið  1958 af Haraldi Ólafssyni skipstjóra sem hafði sjálfur keypt hana í Englandi á stríðsárunum. Hún var sett upp við Skúlatún árið 1959 og fest á tvo sjávarhnullunga úr Laugarnesfjöru. Upphaflega voru skóvængir á styttunni en þeir voru brotnir af fljótlega eftir að hún var sett upp. Þetta er því annað óbætanlega skemmdarverkið sem unnið er á útlistaverkinu.
 
Það er hlutverk Listasafns Reykjavíkur að annast viðhald og viðgerðir á útilistaverkum og list í opinberu rými borgarinnar. Verkin eru eign borgarbúa og mikilvægur þáttur í umhverfi okkar, menningu og sögu. Því miður berast safninu alloft tilkynningar um skemmdarverk á verkum í opnu rými sem eru af manna völdum. Listasafn Reykjavíkur kallar eftir vitundarvakningu almennings um alvarleika þess að vinna útilistaverkum og menningarverðmætum þjóðarinnar slíkt tjón að ekki verður aftur snúið. Þeir sem fremji slíkan verknað geri sér grein fyrir alvarleika málsins. Um er að ræða menningarverðmæti sem seint eða aldrei verða metin til fjár.
 
*Wikipedia segir að Hermes (á forngrísku Ἑρμῆς) var í grískri goðafræði einn af Ólympsguðunum tólf og var fæddur af Maju. Hann var jafnframt sendiboði guðanna, og fylgdi sálum látinna að ánni Styx. Rómversk hliðstæða hans var Merkúríus. Hermes var verndarguð fjárhirða og verslunar, ferðamanna og þjófa. Hann er gjarnan sýndur í listum á vængjuðum skóm eða með vængjaðan hatt og með Hermesarstafinn.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 04.06.2015