News

VIKA 9 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

    Facebook Twitter Áframsenda
 

English version

 

FLÆÐI JAÐARBER ÁSMUNDUR  

UPPÁHALDS-
VERK HUGLEIKS

ÞRÁNÓFÓNN AFMÆLIS- DAGSKRÁ  

 

VIKA 9 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Á tónleikaröðinni Jaðarber á fimmtudaginn fær Þránófónninn að hljóma, en höfundur hljóðfærisins er Þráinn Hjálmarsson tónskáld. Hugleikur Dagsson velur verk vikunnar á Kjarvalsstöðum í hádeginu á fimmtudaginn og á sunnudaginn hefst dagskrá til heiðurs Ásmundar Sveinssonar í tilefni af því að í ár eru 120 ár frá fæðingu hans.

 

 

TÓNLEIKARÖÐIN JAÐARBER: ÞRÁNÓFÓNAR Í NÚTÍÐ OG ÞÁTÍÐ
HAFNARHÚS, MIÐVIKUDAG 27. FEBRÚAR KL. 20
Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


Tónleikaröðin Jaðarber býður upp á tónleika miðvikudaginn 27. febrúar í Hafnarhúsinu tileinkaða Þránófónum (2007-) en hönnuður og hugmyndasmiður hljóðfærisins er Þráinn Hjálmarsson tónskáld.

Á tónleikunum verður hljóðfærið sett í sögulegt samhengi við ýmsa tóngjörninga 20. aldar. Þar má jafnframt sjá og heyra tvær útgáfur af því en fyrri útgáfan gerð árið 2007 fyrir verkið 8'. Hljóðfærið tók  stakkaskiptum árið 2009 þegar hljóðnemi þess var færður í munn hljóðfæraleikarans. Þessi nýja staðsetning hljóðnemans veitir flytjandanum meiri næmi á endurhljóðgjöf hljóðfærisins og gerir það meðfærilegra. Frá árinu 2011 hefur Halldór Úlfarsson, myndlistarmaður og höfundur hljóðfærisins Halldórófónn bæst við rannsóknarvinnuhóp hljóðfærisins.


Efnisskrá:
Steve Reich Pendulum Music (1968/1973)  
- Frumflutningur á Íslandi
Þráinn Hjálmarsson,  8' fyrir 4 Þránófóna #1 (2007)
Alvin Lucier,  I am sitting in a room (1969)
– Frumflutningur á Íslandi
Ingi Garðar Erlendsson/Þráinn Hjálmarsson
-  Nýtt verk fyrir Þránófón #2 (2013)
Bergrún Snæbjörnsdóttir, Lohanimalia (2012)
Áki Ásgeirsson, 293° (2011)

> Sjá nánar

 

 

 

FLÆÐI: UPPÁHALDSVERK - HUGLEIKUR DAGSSON
KJARVALSSTAÐIR, FIMMTUDAG 28. FEBRÚAR KL 12.15Hugleikur Dagsson velur verk vikunnar.

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til þjóðþekktra einstaklinga og beðið þá að velja uppáhaldsverkið sitt á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum á hverjum fimmtudegi kl. 12.15.  Hugleikur Dagsson teiknimyndahöfundur ætlar að segja frá  að segja frá vali sínu á verki vikunnar í samtali við gesti safnsins fimmtudaginn 28. febrúar.

Nú þegar hafa Jón Gnarr borgarstjóri og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona valið verk vikunnar en bæði völdu þau verk eftir Gunnlaug Blöndal. Hér má finna stutt myndbönd þar sem þau gera grein fyrir vali sínu.

Á þessari óvenjulegu sýningu gefst almenningi einstætt tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningin tekur stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún stendur yfir en verkum verður sífellt skipt út á sýningartímanum, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Það má því búast við spennandi sýningu þar sem gestum gefst kostur á að kynnast safneign Listasafns Reykjavíkur á nýjan og spennandi hátt.

> Sjá nánar

 

 

 

 

ÁSMUNDUR SVEINSSON - MEISTARAHENDUR
ÁSMUNDARSAFN, SUNNUDAG 3. MARS KL. 14

Ásmundur Sveinsson

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir dagskrá og kynningu á Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara (1893-1982)  í tilefni af því að í ár eru 120 ár frá fæðingu hans. Leiknir og lærðir koma að dagskránni en þar verður sjónum beint af ýmsu sem einkenndi lífshlaup Ásmundar. Dagskráin er í umsjón Þorgríms Gestssonar rithöfundar í samstarfi við Ásmundarsafn.

Heildardagskrá:

„Hver var þessi Ásmundur ?“
Sunnudag  3. mars kl. 14
Þorgrímur Gestsson  skoðar  feril listamannsins og leitast við að draga upp mynd af honum og list hans.

Arkitektinn Ásmundur Sveinsson.
Sunnudag  7. apríl kl. 14
Pétur Ármannsson arkitekt fjallar  um þau  hús  við Freyjugötu og Sigtún sem Ásmundur reisti að mestu með eigin höndum og standa nú og bera hagleik og dugnaði hans vitni.

Konurnar í verkum Ásmundar
Sunnudag 5. maí kl. 14
Myndlistarkonan Guðrún Erla Geirsdóttir  (GERLA) bregður upp mynd af jafnréttissinnanum Ásmundi og ræðir um konurnar í verkum hans.

Útilistaverk Ásmundar Sveinssonar
Sunnudag 2. júní kl. 14
Þorbjörg Gunnarsdóttir listfræðingur  ræðir um afstöðu Ásmundar til listar í almenningsrými.  Gengið verður um höggmyndagarðinn við Ásmundarsafn ásamt því að fara vítt og breitt um borgina þar sem verk Ásmundar finnast.

Frítt er fyrir handhafa Menningarkortsins, en nánari upplýsingar um aðgangseyri eru hér.
Nánari upplýsingar um fræðslu og viðburði má finna hér.

 

 

 
 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   
Print Go back
 

Mobile | Contact us | Sitemap | Large/small     

 

 

Hafnarhus

Visit the museum
Open: 10:00 - 17:00
Thursday 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstadir

Visit the museum
Open 10 a.m. - 5 p.m.

 

 

 

Asmundarsafn

Visit the museum
1. May - 30. Sep. 10-5
1. Oct. - 30. Apr. 1-5