News

Listasafn Islands

VIKA 11 - UPPÁHALDSVERK STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR / HönnunarMARS / FJÖLSKYLDUSMIÐJA

    Facebook Twitter Áframsenda
 

English version

 

FLÆÐI HÖNNUNARMARS VINAMARS FYRIR
Steinunn Sigurðardóttir

UPPÁHALD
STEINUNNAR

2013 ÁSMUNDARSAFN FJÖLSKYLDUR

 

VIKA 11 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Steinunn Sigurðardóttir velur verk vikunnar á Kjarvalsstöðum í hádeginu á fimmtudaginn og á sunnudaginn fá börn og fjölskyldur að velja uppáhaldsverk sín á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum. Hönnunarmars hefst á fimmtudaginn og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Listasafni Reykjavíkur bæði í Hafnarhúsinu og á Kjarvalsstöðum.

 

 

FLÆÐI - UPPÁHALDSVERK STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR
KJARVALSSTAÐIR, FIMMTUDAG 14. MARS KL. 12:15Steinunn Sigurðardóttir.

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

Sjá viðtöl
Sjá viðtöl við fyrri gesti hér.

 


Í tengslum við sýninguna Flæði hefur Listasafn Reykjavíkur kallað eftir aðstoð frá hópi fólks til velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni. Í tilefni af HönnunarMARS ætlar Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður að segja frá vali sínu á verki vikunnar í samtali við gesti safnsins, fimmtudaginn 14. mars kl. 12.15

Á þessari óvenjulegu sýningu gefst gestum einstakt tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningin tekur stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún stendur yfir en verkum verður sífellt skipt út á sýningartímanum, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Það má því búast við spennandi sýningu þar sem gestum gefst kostur á að kynnast safneign Listasafns Reykjavíkur á nýjan og spennandi hátt.

Frítt er fyrir handhafa Menningarkortsins, vakin er athygli á því að gestir sem mæta þrisvar á Flæði fá ókeypis inn í þriðju heimsókn og ókeypis árskort Listasafns Reykjavíkur.

Nú þegar hafa Jón Gnarr, Guðrún Ásmundsdóttir, Hugleikur Dagsson og Hrefna Sætran valið uppáhaldsverk sín og hér má finna stutt myndbönd þar sem þau gera grein fyrir vali sínu.

Meðal næstu gesta má nefna Andra Snæ Magnason og Einar Bárðarson.

 

 

 

HönnunarMARS í Listasafni Reykjavíkur
HAFNARHÚS, KJARVALSSTAÐIR 14. - 17. MARSFÍT 2013- Grafísk hönnun á ÍslandiHelga Björk Gunnarsdóttir, Anna Guðbjartsdóttir og Ásta Þórðardóttir hlutu fyrstu verðlaun fyrir umbúðir fyrir nasl í Umbúðahönnun 2013.

 

 


Dagskrá HönnunarMars 2013 14.-17. mars

Hafnarhús / fjölnotasalur
XLAND
XLAND er lifandi gátt sem býður þér, fjölskyldu þinni og vinum í ferðalag um vel hönnuð borgarrými. Félag íslenskra landslagsarkitekta stendur fyrir fyrstu gagnvirku sýningunni þar sem verkum landslagsarkitekta á höfuðborgarsvæðinu er safnað saman á einn stað. Á www.XLAND.is kemst þú í návígi við hönnuðina og hugsunina sem liggur að baki þínu nánasta umhverfi.

Hafnarhús / portið
FÍT 2013- Grafísk hönnun á Íslandi
Félag íslenskra teiknara stendur í þrettánda sinn fyrir hönnunarsamkeppni, nú á sextugasta afmælisári félagsins. Verðlaun og viðurkenningar eru veitt fyrir það besta í grafískri hönnun á Íslandi. Sýning á verkum sem hlutu verðlaun og viðurkenningar er opnuð á opnunardegi HönnunarMars.

Hafnarhús / portið
Pósturinn-Frímerki
Pósturinn og Félag íslenskra teiknara setja upp sýningu á íslenskum hönnunarfrímerkjum. Á sýningunni eru frímerki úr seríunni Íslensk samtímahönnun IV - Grafísk hönnun ásamt öðrum frímerkjum unnum af grafískum hönnuðum FÍT. Hönnuðir nýju frímerkjanna eru Siggi Odds, Ragnar Freyr, Rán Flygering og Siggi Eggertsson. Frímerkin koma út fimmtudaginn 14. mars.

Hafnarhús / portið
Umbúðahönnun 2013
Í byrjun mars stóðu Oddi, Félag íslenskra teiknara og Norræna húsið fyrir opinni umbúða hönnunarkeppni á kartoni, bylgjupappa og/eða mjúku plasti. Fjöldi skemmtilegra umbúða barst í keppnina og má skoða sýnishorn af 15 bestu tillögunum í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.

Kjarvalsstaðir
Verðlauna- og uppskeruhátíð FHI
Verðlauna- og uppskeruhátíð FHI fer fram í fyrsta sinn í Listasafni Reykjavíkur- Kjarvalsstöðum, á HönnunarMars 2013. Hönnunarverðlaun FHI eru veitt fyrir framúrskarandi verkefni félagsmanna unnin á árunum 2007-2012 og á sýningunni má sjá valin verkefni húsgagna- og innanhússarkitekta. Verðlaunaafhending og opnunarhóf fer fram á Kjarvalsstöðum föstudaginn 15. mars frá kl. 16-18.

 

 

 

 

HVERT ER UPPÁHALDSVERKIÐ ÞITT? LEIÐSÖGN OG LEIKUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
KJARVALSSTAÐIR, SUNNUDAG 17. MARS KL. 15


Smiðjan er opin öllum.
Frá smiðjunni á Kjarvalsstöðum.

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook
 

 


Listasafn Reykjavíkur býður næstkomandi sunnudag, 17. mars  kl. 15 upp á skemmtilegan og lifandi fjölskylduviðburð í tengslum við sýninguna Flæði á Kjarvalsstöðum. Hingað til hafa þjóðþekktir gestir valið uppáhaldsverkið sitt vikulega á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Má þar nefna Jón Gnarr, Guðrúnu Ásmundsdóttur, Hugleik Dagsson og Hrefnu Sætran.

Nú er komið að ungu kynslóðinni að velja á uppáhaldslistaverkið sitt sínu með svipuðum hætti og gert hefur verið.  Viðburðurinn hefst á stuttri leiðsögn þar sem sagt verður frá Flæði en í kjölfarið fá þátttakendur að velja eitt verk á sýningunni til að vinna frekar með. Hér er um að ræða kjörið tækifæri til að eiga samverustund með fjölskyldunni í skapandi umhverfi.

Leiðbeinendur eru Klara Þórhallsdóttir og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir verkefnastjórar fræðslu hjá Listasafni Reykjavíkur.

Frítt er fyrir börn undir 18 ára aldri og handhafa Menningarkortsins.

 

 

 
 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.56.2015