News

Listasafn Islands

VIKA 12 - 40 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ KJARVALSSTAÐA / MIWON KWON / ANDRI SNÆR

    Facebook Twitter Áframsenda
 

English version

 

FLÆÐI TALK SERIES AFMÆLI  
Andri Snær MIWON KWON

UPPÁHALD
ANDRA SNÆS

MIWON KWON KJARVALSSTAÐIR  

 

VIKA 12 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Listasafn Reykjavíkur býður til afmælishátíðar á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 24. mars kl. 11-17 en þann dag eru 40 ár liðin frá opnun Kjarvalsstaða og er ókeypis aðgangur að safninu allan daginn. Andri Snær velur verk vikunnar í hádeginu á fimmtudaginn. Sýningarstjórinn og listfræðingurinn Miwon Kwon er fyrsti þátttakandi í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir árið 2013 sem fram fara í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöldið.

 

 

FLÆÐI - UPPÁHALDSVERK ANDRA SNÆS
KJARVALSSTAÐIR, FIMMTUDAG 21. MARS KL. 12:15


Andri Snær
Andri Snær

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

Sjá viðtöl
Sjá viðtöl við fyrri gesti hér.

 


Í tengslum við sýninguna Flæði hefur Listasafn Reykjavíkur kallað eftir aðstoð frá hópi fólks til velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni. Fimmtudaginn 21. mars kl. 12.15 mun Andri Snær Magnason rithöfundur segja frá vali sínu á verki vikunnar í samtali við gesti safnsins.

Flæði tekur stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún stendur yfir en verkum er sífellt skipt út á sýningartímanum, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Sýningin hefur tekið miklum breytingum síðustu daga og hefur nánast alfarið verið endurnýjuð. Á þessari óvenjulegu sýningu gefst almenningi einstætt tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur.Viðburðarröðin á Verki vikunnar er haldið vikulega á fimmtudögum kl. 12.15 á meðan á sýningu stendur.

Nú þegar hafa Jón Gnarr, Guðrún Ásmundsdóttir, Hugleikur DagssonHrefna Sætran og Steinunn Sigurðardóttir valið uppáhaldsverk sín og hér má finna stutt myndbönd þar sem þau gera grein fyrir vali sínu.

Nánari útlistun á gestum hverju sinni má finna hér að neðan:

Fimmtudag 4. apríl kl. 12.15
Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu ræðir um val sitt á verki vikunnar.

Fimmtudag 11. apríl kl. 12.15
Ómar Ragnarson, fjölmiðlamaður ræðir um val sitt á verki vikunnar.

 

 

 

 

MIWON KWON - ENDS OF THE EARTH (AND BACK)
HAFNARHÚS, UMRÆÐUÞRÆÐIR, FIMMTUDAG 21. MARS KL. 20


Miwon Kwon
Miwon Kwon

 

Færa í dagatal:

 

Facebook - Google - Outlook

 

 


Sýningarstjórinn og listfræðingurinn Miwon Kwon er fyrsti þátttakandi í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir árið 2013. Fyrirlestur hennar er haldinn í samvinnu við Hönnunarmiðstöð og fer fram fimmtudaginn 21.mars kl. 20. Miwon Kwon flytur erindi um sýninguna “Ends of the Earth: Land Art to 1974” sem hún stýrði í samvinnu við Philipp Kaiser í Samtímalistasafninu í Los Angeles árið 2012. Á sýningunni voru rúmlega 200 verk eftir yfir áttatíu alþjóðlega listamenn en þar kom fram saga umhverfislistar í alþjóðlegu samhengi. Listamennirnir, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson voru meðal þeirra sem sýndu verk á sýningunni.

Miwon Kwon er listfræðingur og sýningarstjóri en hefur jafnframt bakrunn í arkitektúr. Hún hefur í skrifum sínum og rannsóknum fengist við ólíkar greinar, m.a. samtímalist, arkitektúr, umhverfislist og list í almannarými. Hún er ein af stofnendum og meðritstjóri tímaritsins Documents, a Journal of Art, Culture, and Criticism (1992-2004). Hún situr jafnframt í ráðgjafanefnd fyrir listtímaritið October. Kwon er höfundur bókarinnar One Place After Another: Site-Specific Art and Locational Identity. Hún hefur einnig fengist við skrif um ýmsa samtímalistamenn, m.a. Francis Alÿs, Michael Asher, Cai Guo-Qiang, Jimmie Durham, Felix Gonzalez-Torres, Barbara Kruger, Christian Marclay, Ana Mendieta, Josiah McElheny, Christian Philipp Müller, Gabriel Orozco, Jorge Pardo, Richard Serra, James Turrell, og Do Ho Suh. Kwon starfaði við Whitney Museum of American Art í upphafi tíunda áratugarins og hefur stýrt fjölda sýninga.
 
Umræðuþræðir er samvinnuverkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands. Með verkefninu er lagt uppi með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður í fyrirlestraröð ár hvert, með þátttöku áhrifamikilla sýningarstjóra, fræði- og listamanna. Bandaríska sendiráðið á Íslandi er aðalstyrktaraðili fyrirlestrarraðarinnar.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn án endurgjalds.

Nánari upplýsingar um heildardagskrá Umræðuþráða 2012 er að finna hér.

  

 

 

 

LISTASAFN REYKJAVÍKUR BÝÐUR TIL AFMÆLISHÁTÍÐAR Á KJARVALSSTÖÐUM 24. MARS
KJARVALSSTAÐIR, SUNNUDAG 24. MARS KL. 11-17


Kjarval tekur fyrstu skóflustunguna.
Jóhannes Kjarval tekur fyrstu skóflu-
stunguna.


Frá smiðjunni á Kjarvalsstöðum.
Tríó Sunnu Gunnlaugs
Tríó Sunnu Gunnlaugs

Jón Gnarr

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook
 

 


Listasafn Reykjavíkur býður til afmælishátíðar á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 24. mars kl. 11-17 en þann dag eru 40 ár liðin frá opnun Kjarvalsstaða. Formleg hátíðarhöld hefjast kl. 14. Ókeypis aðgangur allan daginn.

Dagskrá:

Kl. 11.00 – 17.00

Smiðjan - Samverustund fyrir alla fjölskylduna í skapandi umhverfi
Í smiðjunni verður boðið upp á skemmtilega leiki og verkefni sem unnin eru í tengslum við þær sýningar sem standa yfir á Kjarvalsstöðum.

Kl. 14.00
Formleg afmælisdagskrá Kjarvalsstaða
Svanhildur Konráðsdóttir sviðstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar býður gesti velkomna og Jón Gnarr borgarstjóri flytur ávarp.

Kl. 14.30 – 15.00
Tónlist: Tríó Sunnu Gunnlaugs
Tríó Sunnu Gunnlaugs leikur nokkur vel valin lög. Sunna Gunnlaugsdóttir hefur um árabil verið í röð okkar fremstu djasspíanóleikara en tríóið skipa auk hennar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tríóið var nýlega útnefnt Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2013.

Kl. 15.00 – 15.30
Byggingarlist: Leiðsögn um Kjarvalsstaði.
Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt leiðir gesti um húsið en arkitekt Kjarvalsstaða er Hannes Kr. Davíðsson.

Kl. 15.30 – 16.30
Saga: Hvernig varð hverfið til?
Minjasafn Reykjavíkur leiðir spjall um sögu Klambratúns og uppbyggingu hverfisins í kringum Kjarvalsstaði.

Kl. 16.00 – 16.30
Flæði: Á bak við tjöldin.
Leiðsögn starfsmanna um sýninguna þar sem skyggnst er á bak við tjöldin.

Kl. 16.30 – 17.00
Kjarval- Mynd af heild.
Leiðsögn um heildarverk Kjarvals á sýningunni Mynd af heild.
 

 

 

 
 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   


Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.51.2015