News

Listasafn Islands

VIKA 16 - Uppáhaldsverk Þóru Arnórs / Tríó Reykjavíkur / Útskriftarsýning LHÍ / Hönnunarmiðstöð

    Facebook Twitter Áframsenda
 

English version

FLÆÐI KOSNINGAR AFMÆLI ÚTSKRIFT

UPPÁHALD
ÞÓRU ARNÓRS

2013 KJARVALSSTAÐIR LHÍ 2013

 

VIKA 16 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Þóra Arnórsdóttir velur verk vikunnar á Kjarvalsstöðum á fimmtudaginn og á fimmtudagskvöldið munu frambjóðendur til Alþingis kynna áherslur sinna flokka í málefnum hönnunar og arkitektúrs í Hafnarhúsinu. Tríó Reykjavíkur flytur klassískar perlur í hádeginu á föstudaginn og 76 nemendur LHÍ opinbera útskriftarverk sína í Hafnarhúsinu á laugardaginn. Barnamenningarhátíð hefst í næstu viku með fjölbreyttri dagskrá. Listasafn Reykjavíkur tekur þátt í hátíðinni með margvíslegum viðburðum en meðal þess sem fer fram er afhjúpun á útilistaverkinu Viðsnúningi við Kjarvalsstaði á sumardaginn fyrsta. Hér er hægt að nálgast dagskrá hátíðarinnar. 

 

 

FLÆÐI - UPPÁHALDSVERK ÞÓRU ARNÓRSDÓTTUR
KJARVALSSTAÐIR, FIMMTUDAG 18. APRÍL KL. 12.15


Þóra Arnórsdóttir
Þóra Arnórsdóttir

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook


Sjá viðtöl við fyrri gesti hér.

 


Í tengslum við sýninguna Flæði hefur Listasafn Reykjavíkur kallað eftir aðstoð frá hópi fólks til velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni. Fimmtudaginn 18. apríl kl. 12.15 mun Þóra Arnórsdóttir segja frá vali sínu á verki vikunnar í samtali við gesti safnsins.

Flæði tekur stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún stendur yfir en verkum er sífellt skipt út á sýningartímanum, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Sýningin hefur tekið miklum breytingum síðustu daga og hefur nánast alfarið verið endurnýjuð. Á þessari óvenjulegu sýningu gefst almenningi einstætt tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur.

Viðburðarröðin á Verki vikunnar er haldið vikulega á fimmtudögum kl. 12.15 á meðan á sýningu stendur.

Nú þegar hafa Jón Gnarr, Guðrún Ásmundsdóttir, Hugleikur DagssonHrefna Sætran og Steinunn Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason, Einar Bárðarson og Ómar Ragnarsson valið uppáhaldsverk sín og hér má finna stutt myndbönd þar sem þau gera grein fyrir vali sínu.

 

 

 

 

HÁDEGISTÓNLEIKAR TRÍÓS REYKJAVÍKUR
KJARVALSSTAÐIR, FÖSTUDAG 19. APRÍL KL. 12.15Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté
 

Færa í dagatal:

 

Facebook - Google - Outlook

 

 


Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur hafa verið í samstarfi um ókeypis hádegistónleikaröð á Kjarvalsstöðum við góðar undirtektir. Tríó Reykjavíkur kemur fram með tvö öndvegistónskáld, þá Mendelssohn og Beethoven föstudaginn 19. apríl kl.12.15. Tónleikarnir hefjast og lýkur með Mendelssohn, sem verður eins og forréttur og eftirréttur, en Beethoven er aðalrétturinn að þessu sinni. Mendelssohn og Beethoven eru frægir fyrir stórkostleg kammerverk, ásamt fjölda sinfónískra verka.

Flytjendur er Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Máté.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tilvalið er að njóta girnilegra rétta á Kaffi Kompaníinu á Kjarvalsstöðum fyrir eða eftir tónleikana.

>Sjá nánar

 

 

 

ALÞINGISKOSNINGAR 2013: HÖNNUN OG ARKITEKTÚR
HAFNARHÚS, FIMMTUDAG 18. APRÍL KL. 20
Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook
 

 


Þingframbjóðendur kynna áherslur sinna flokka í málefnum hönnunar og arkitektúrs í Listasafni Reykjavíkur 18. apríl kl. 20. Fulltrúar flokkanna halda stutta framsögu um hvernig þeir ætla að beita sér í málefnum hönnunar og arkitektúrs og taka þátt í umræðum. Fundarstjóri er Jóhannes Þórðarson.

Umræðurnar verða á grundvelli Hönnunarstefnu Íslands sem samþykkt var í ríkisstjórn þann 12. mars s.l. Hönnunarstefnan miðar að því að auka vægi hönnunar í allri vöruhugsun, vöruþróun og framleiðslu með það að sjónarmiði að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka verðmætasköpun.

Iðnaðarráðherra skipaði þriggja manna starfshóp í  ársbyrjun 2011 til að vinna tillögu að hönnunarstefnu.

Málþingið er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands.

 

 

 

 

ÚTSKRIFTARSÝNING LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS 2013
HAFNARHÚS, 20. APRÍL - 5. MAÍ 2013


Frá útskriftarsýningunni 2012
 


Alls sýna 76 nemendur afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann en þeir útskrifast í vor með BA gráðu frá myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild skólans. Markmið námsins hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn.

Sýningarstjóri: Erling Klingenberg

 


 

 
 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.16.2015