News

Listasafn Islands

VIKA 17 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

    Facebook Twitter Áframsenda
 

English version

 

VIKA 17 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá á vegum Listasafns Reykjavíkur vítt og breitt um borgina meðan á Barnamenningarhátíð stendur 23. - 28. apríl. Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn á Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn meðan á hátíðinni stendur. Um helgina er síðasta sýningarhelgi á sýningunni Inn í Kviku á Ásmundarsafni og á sunnudaginn er boði upp á spjall um útskriftarsýningu Listaháskólans í Hafnarhúsinu.

 

 

VIÐSNÚNINGUR: NÝTT ÚTILISTAVERK Á KLAMBRATÚNI
KLAMBRATÚN, FIMMTUDAG 25. APRÍL KL. 13.00Nýtt útilistaverk Guðjóns Ketilssonar
 

 


Listasafn Reykjavíkur afhjúpar nýtt útilistaverk eftir Guðjón Ketilsson við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 13. Verkið á í sérstöku samtali umhverfi sitt á Klambratúni og er unnið með það í huga að börn geti nýtt það í leik.

Klukkan 14:00 hefst svo lifandi leiðsögn fyrir alla fjölskylduna um flökkusýninguna Kjarval og Gullmávurinn/ Ferðalag listmálara þar sem boðið verður upp á lítinn leikþátt í tengslum við verk Jóhannesar S. Kjarvals.  Sýningin fjallar á skemmtilegan og ferskan hátt um listamanninn í lifandi samræðu. Leikþátturinn tekur um 30 min. þar sem rætt verður um lífið og listina.

Í kjölfarið geta börn og fullorðnir skoðað sýninguna. Unnið í samstarfi við Ragnar Ísleif Bragason leikara. 

 

 

 

KJARVAL OG GULLMÁVURINN Á FERÐ OG FLUGI
BÓKASAFN SELTJARNARNESS, ÁRBÆJARSAFN, KJARVALSSTAÐIRRagnar Ísleifur Bragason

 

 


Listasafn Reykjavíkur tekur myndlistina á ferð og flug í tilefni Barnamenningarhátíðar. Flökkusýningin Kjarval og Gullmávurinn/ Ferðalag listmálara ferðast á milli staða og boðið verður upp á lítinn leikþátt í við verk Jóhannesar S. Kjarvals.  Kjarval var einn af frumherjum íslenskrar myndlistar á 20. öld og varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, bæði fyrir málverkin sín, hátterni og hnyttin tilsvör. Hann sagði meðal annars: „Listina á ekki að taka of alvarlega, til þess er hún alltof alvarleg.“ Sýningin fjallar á skemmtilegan og ferskan hátt um listamanninn í lifandi samræðu. Leikþátturinn tekur um 30 mín. þar sem rætt verður um lífið og listina. Í kjölfarið geta börn og fullorðnir skoðað sýninguna.

Huginn Þór Arason myndlistamaður er hugmyndasmiður sýningarinnar. Leikþátturinn er unnin í samstarfi við Ragnar Ísleif Bragason leikara.

Ferðaáætlun:

23. apríl kl. 11.00 Bókasafn Seltjarnarness-  Eiðistorg
24. apríl kl. 11.00 Árbæjarsafn
25. apríl kl. 14.00 Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir

 

 

 

FERÐAFLÆKJA Á FLAKKI
MJÓDD, MIÐVIKUDAG 24. APRÍL OG FÖSTUDAG 26. APRÍL


 


Grunn- og leikskólabörnum í Reykjavík er boðið að koma og taka þátt í leiðsögn og listsmiðju í Mjódd í Breiðholti. 

Farandsýning Listasafns Reykjavíkur verður staðsett í göngugötunni og taka börnin þátt í stuttri leiðsögn um sýninguna og listsmiðju að leiðsögninni lokinni. Unnið verður með endurnýttan efnivið og kannaðir verða snertifletir myndlistar og sjálfbærni.

 

 

 

„MAÐUR MÁLAR BARA EINS OG MANNI SÝNIST“ - OKKAR SÆBORG
KJARVALSSTAÐIR, 24. APRÍL - 3. MAÍ


 


Ferli sem sýnir rannsókn og uppgötvun leikskólabarna í Sæborg  byggða á heimsóknum í listasöfn. Sköpunarafl barnsins og tjáning í gegnum list birtist í dularfullum ljónum,  steindauðum beinagrindum og fleira. Unnið í samvinnu við myndlistarmanninn Daða Guðbjörnsson og Listasafn Reykjavíkur.

Sýningin opnar 24. apríl kl. 15.00 og stendur til 3. maí. 

 

 

 

SKÖPUM STJÖRNUR: KVIKSJÁRSMIÐJA
ÁSMUNDARSAFN, LAUGARDAG 27. APRÍL, KL. 13 - 15Ásmundur Sveinsson, Andlit sólar, 1961

 

 


Geimþráin er forvitnileg tilfinning sem margir kannast við. Listamaðurinn Ásmundur Sveinsson hlustaði á kynjasögur úr myrkrinu í æsku og lét heillast af endalausum víðáttum og möguleikum alheimsins. Krakkar sem koma í heimsókn fá tækifæri til að skapa eigin stjörnur með því að gera sína eigin kviksjá (caleidoscope). 

Leiðbeinandi er Ingibjörg Sigurjónsdóttir, myndlistarmaður.

 

 

 

HJÓLARATLEIKUR OG HJÓLALEIÐSÖGN
HARPA OG ÁSMUNDARSAFNDr. Bæk


Heiðar Kári Rannversson

 


Hjólaratleikur fjölskyldunnar - Styttur Bæjarins
Daganna 23.-28. apríl, kl. 12.00-18.00
Harpa  og Ásmundarsafn

Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Dr. Bæk og Hörpu býður upp á hjólaratleik um norður strandlengjuna. Leikurinn hefst við Hörpuna og líkur í höggmyndagarði Ásmundar Sveinssonar við Sigtún. Þetta er tilvalinn leikur fyrir alla fjölskylduna þar sem hjólað verður á milli nokkurra útilistaverka bæjarins.

Leikurinn hefst í Hörpunni og endar í Ásmundarsafni.
Þátttökuspjöld fást í afgreiðslu Hörpu.


Hjólaleiðsögn fyrir alla fjölskylduna
Sunnudag 28. apríl, kl. 13.00 – 15.00
Harpa  og Ásmundarsafn

Heiðar Kári Rannversson leiðir hjólaleiðsögn um norður-strandlengjuna og ræðir um útiverkin sem þar eru. Leiðsögninni líkur í garði Ásmundarsafns og að lokum verður dreginn verðlaunahafi úr potti ratleiksins Hjólaratleikur fjölskyldunnar - Styttur Bæjarins. Leiðsögnin hefst tímanlega kl. 13 frá Hörpunni.

 

 

 

LEIÐSÖGN OG SPJALL UM ÚTSKRIFTARSÝNINGU LISTAHÁSKÓLANS (MYNDLIST - FATAHÖNNUN - ARKITEKTÚR)
HAFNARHÚS, SUNNUDAG 28. APRÍL KL. 15 

 


Boðið verður upp á leiðsögn og spjall við nemendur um sýningu myndlistardeildar, fatahönnunar og arkitektúrs við Listaháskóla Íslands sunnudaginn 28. apríl  kl. 15.

Sýningarstjórinn og myndlistarmaðurinn Erling Klingenberg mun fylgja í leiðsögninni ásamt nokkrum nemendum úr fyrrnefndum deildum.

Sýningin opnaði síðastliðinn laugardag og sýnir afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn. Nemendurnir eru alls 76 og útskrifast í vor með BA gráðu frá myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild skólans.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

 

 
 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.56.2015