News

Listasafn Islands

VIKA 18 - TOSHIKI TOMA: VERK VIKUNNAR / ÚTSKRIFTARSÝNING: SPJALL / SÝNINGAR FRAMUNDAN

    Facebook Twitter Áframsenda
 

English version

 

FLÆÐI SPJALL/LEIÐSÖGN FRAMUNDAN VIÐSNÚNINGUR

UPPÁHALD 
TOSHIKI TOMA

ÚTSKRIFT LISTAHÁSKÓLANS ÁSMUNDARSAFN MYNDIR

 

VIKA 18 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Toshiki Toma velur verk vikunnar á sýningunni flæði á Kjarvalsstöðum í hádeginu á fimmtudaginn. Á sunnudaginn er komið að leiðsögn og spjalli um útskriftarsýningu nema úr grafískri hönnun og vöruhönnun í Hafnarhúsinu en sýningunni lýkur á sunnudaginn. Spennandi sýningar eru framundan í öllum húsum Listasafnsins en nánar má lesa um sýningarnar hér

 

 

FLÆÐI - UPPÁHALDSVERK TOSHIKI TOMA
KJARVALSSTAÐIR, FIMMTUDAG 2. MAÍ KL. 12.15



Toshiki Toma

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook


Sjá viðtöl við fyrri gesti hér.

 


Í tengslum við sýninguna Flæði hefur Listasafn Reykjavíkur kallað eftir aðstoð frá hópi fólks að velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni. Fimmtudaginn 2. maí kl. 12.15 mun Toshiki Toma prestur innflytjenda segja frá vali sínu á verki vikunnar í samtali við gesti safnsins.

Á þessari óvenjulegu sýningu gefst almenningi einstætt tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningin tekur stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún stendur yfir en verkum verður sífellt skipt út á sýningartímanum, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Það má því búast við spennandi sýningu þar sem gestum gefst kostur á að kynnast safneign Listasafns Reykjavíkur á nýjan og spennandi hátt.

Viðburðarröðin á Verki vikunnar er haldið vikulega á fimmtudögum kl. 12.15 á meðan á sýningu stendur.

> Sjá nánar

 

 

 

 

LEIÐSÖGN OG SPJALL UM ÚTSKRIFTARSÝNINGU LISTAHÁSKÓLANS - (GRAFÍK OG VÖRUHÖNNUN)
HAFNARHÚS, SUNNUDAGUR 5. MAÍ KL. 15



Útskriftarsýning LHÍ 2013

 


Næstkomandi sunnudag þann 5. maí  kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn og spjall við nemendur um sýningu grafískrar hönnunar og vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands. Nokkrir nemendur úr fyrrnefndum deildum taka þátt í leiðsögninni.

Sýningin opnaði síðastliðinn laugardag og sýnir afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn. Nemendurnir eru alls 76 og útskrifast í vor með BA gráðu frá myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild skólans.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

 

 

 

SAGNABRUNNUR - ÁSMUNDUR OG BÓKMENNTIR
ÁSMUNDARSAFN, 11. MAÍ - 30. DESEMBER 2013


Ásmundur Sveinsson
 


Á þessari sýningu, sem opnuð verður þann 11. maí, gefur að líta höggmyndir eftir Ásmund Sveinsson (1893–1982) í eigu Listasafns Reykjavíkur. Ásmundur fór mismunandi leiðir í listsköpun sinni og sótti m.a. innblástur í helgisögur, goðsagnir, Íslendingasögur og þjóðsögur. Höggmyndirnar vísa allar með einum eða öðrum hætti í bókmenntarfinn og eru til vitnis um þann mikla sögumann sem Ásmundur Sveinsson var.

Nánari upplýsingar um sýningar framundan í Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni má finna hér.
 


 

 
 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 



Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.37.2015