News

Listasafn Islands

VIKA 20 - MAGNÚS PÁLSSON SÝNINGAROPNUN OG GJÖRNINGAR / FLÆÐI: SÝNINGARLOK / ERRÓ MYNDASPIL

    Facebook Twitter Áframsenda
 

English version

 

VIKA 20 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Listahátíð í Reykjavík og Listasafn Reykjavíkur standa saman að yfirlitssýningu um Gjörninga Magnúsar Pálssonar en sýningaropnun verður í Hafnarhúsinu á laugardaginn kl. 16, allir velkomnir. Fyrstu gjörningarnir í tengslum við sýninguna fara fram á sjálfan opnunardaginn kl. 14. en alls verða sex gjörningar framkvæmdir frá 18.-25. maí. Miðasala á gjörningana fer fram á vefsíðunni www.midi.is. Lokað er í Listasafni Reykjavíkur á hvítasunnudag en á mánudag, annan í hvítasunnu, er opið og þá lýkur sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum. Þann sama dag fer gjörningur Magnúsar Pálssonar -  Einsemd: Steypa fram í Hafnarhúsinu. 

 

 

SÝNINGAROPNUN: LÚÐURHLJÓMUR Í SKÓKASSA - GJÖRNINGAR MAGNÚSAR PÁLSSONAR 1980 – 2013
HAFNARHÚS, LAUGARDAGINN 18. MAÍ KL. 16Magnús Pálsson, ljósmynd Rafael Pinho.

 

Facebook - Google - Outlook

 


Magnús Pálsson hefur verið einn áhrifamesti listamaður hér á landi síðustu sex áratugi og hefur alla tíð starfað á mörkum leikhúss, tónlistar og myndlistar.

Listahátíð í Reykjavík og Listasafn Reykjavíkur standa saman að þessari yfirlitssýningu á verkum Magnúsar í nánu samstarfi við hann sjálfan. Á sýningunni er sjónum beint að gjörningum og leikverkum Magnúsar þar sem myndlistarmenn, tónlistarmenn, tónskáld, leikarar og listnemar endurtúlka verk hans. Sýningin verður smám saman til fyrir augum áhorfenda vikuna 18. - 25. maí, samhliða því að sex gjörningar Magnúsar verða endurfluttir í nýrri mynd og nýtt verk, Stuna, frumflutt.

Magnús er þekktastur fyrir skúlptúra sem byggjast á gjörningum sem hann gerði á 8. áratug síðustu aldar en einnig fyrir aðra gjörninga sem hann hefur gert síðustu þrjá áratugi. Stærsta áhugamál hans og viðfangsefni margra verka eru hljóð og hrynjandi tungumálsins og hið rýmisbundna form þess, en leikur og grín eru aldrei víðs fjarri.

Magnús lærði leikmyndahönnun og myndlist á sjötta áratugnum og starfaði við leikhús með hléum fram á áttunda áratuginn en upp úr 1960 sneri hann sér æ meira að myndlistinni. Hann deildi vinnustofu með Dieter Roth í Reykjavík um fimm ára skeið og voru þeir leiðandi í miklum umbreytingum sem áttu sér stað í íslenskri myndlist á sjöunda og áttunda áratugnum.

Allir gjörningar sem fara fram í tengslum við sýninguna verða í Hafnarhúsi. Miðasala fer fram á www.miði.is og við innganginn.

Sýningarstjórar eru Hanna Styrmisdóttir og Jón Proppé.

Viðburðadagskrá má finna hér.

 

 

 

SPRENGD HLJÓÐHIMNA VINSTRA MEGIN / STUNA
HAFNARHÚS, LAUGARDAG 18. MAÍ KL. 14Magnús Pálsson, Sprengd
hljóðhimna vinstra megin / Stuna


 


Sex gjörningar  fara fram í tengslum við sýninguna Lúðurhljómur í skókassa. Miðasala fer fram á www.miði.is og við innganginn í Hafnarhúsinu. Laugardaginn 18. maí kl. 14 fara tveir fyrstu gjörningarnir fram:

Sprengd hljóðhimna vinstra megin var flutt á Litla sviði Þjóðleikhússins í samstarfi við Alþýðuleikhúsið árið 1991. Nú verður kafli úr verkinu fluttur af sömu leikendum, þeim Arnari Jónssyni, Guðrúnu S. Gísladóttur, Kristbjörgu Kjeld, Eddu Arnljótsdóttur, Stefáni Jónssyni, John Speight og Guðnýju Helgadóttur. Stjórnandi: er Þórunn S. Þorgrímsdóttir.

Stuna er nýtt verk eftir Magnús Pálsson, byggt á ljóði Matthíasar Jochumssonar um Hallgrím Pétursson. Verkið er allt í senn, kórverk, innsetning, skúlptúr, hreyfanlegur skúlptúr og orgelverk, að hluta til byggt á orgelbúnaði. Leikstjórn, raddsetning og kórstjórn: Hörður Bragason. Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson og Pétur Magnússon. Myndband og hljóð: Steinþór Birgisson. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Blásturstækni og orgeltónn: Björgvin Tómasson. Flytjendur: Íslenski hljóðkórinn (Nýlókórinn).

Verð 2.000 -kr.
 

 

 

 

EINSEMD: STEYPA
- GJÖRNINGUR EFTIR MAGNÚS PÁLSSON
HAFNARHÚS, MÁNUDAGINN 20. MAÍ KL. 14Magnús Pálsson, Einsemd: Steypa

 

 

Einsemd: Steypa er nýtt verk, byggt á verkinu The Anti-Society League Concert frá árinu 1980. Þungarokkshljómsveitin MUCK heldur tónleika í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur en að tónleikunum loknum verður rýmið sem tónlist þeirra fyllti, steypt í gifs. Titill verksins vísar í lag MUCK, I Stand Alone. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari, stýrir steypuverkinu.

Gjörningurinn eru hluti af sýningunni Lúðurhljómur í skókassa, sem er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Reykjavíkur.
 
Verð: 1.500 kr.

 

 

 

FLÆÐI - SÍÐASTA SÝNINGARHELGI
KJARVALSSTAÐIR, 02. FEBRÚAR - 20. MAÍSýningunni Flæði lýkur á mánudaginn.

 


Lokað verður í öllum húsum Listasafns Reykjavíkur á sunnudaginn. Á mánudaginn, annan í hvítasunnu verður opið í öllum húsum, en þá er síðasti sýningardagur sýningarinnar Flæðis á Kjarvalsstöðum.  

Á þessari óvenjulegu sýningu gefst almenningi einstætt tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningin hefur tekið stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún hefur staðið yfir, þar sem verkum hefur sífellt verið skipt út á sýningartímanum.

 

 

 

 

ERRÓ - MYNDASPIL
HAFNARHÚS


 


Fjölskylduvæn sýning sem Ilmur Stefánsdóttir listamaður á veg og vanda að. Á sýningunni, sem fyrst var sett upp árið 2009, bregður Ilmur á leik með nokkur af stærri verkum Errós, brýtur þau niður í stóra, handhæga kubba sem hægt er að raða aftur samkvæmt frummyndinni, sem hangir á veggnum eða skapa ný verk. Kubbarnir eru mjúkir og bjóða upp á fleiri notkunarmöguleika, t.d. að búa til sófa, borð, turna eða hvaðeina annað.

Á veggjum sýningarsalarins eru einnig hugmyndir að leikjum sem lúta að myndefni kubbana, eins og að finna ákveðnar persónur, hluti og fyrirbæri og raða þeim saman og mynda þannig nýtt listaverk.

 

 

 

EINSTAKAR TÆKIFÆRISGJAFIR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR
 


Ásmundur Sveinsson, Vatnsberinn.

 

Í Listasafni Reykjavíkur eru fáanlegar fjölmargar gerðir af vönduðum afsteypum í ýmsum stærðum eftir Ásmund Sveinsson.

Afsteypurnar hafa í gegnum árin til dæmis verið vinsæl útskriftargjöf en nánari upplýsingar um afsteypurnar, stærði og verð má nálgast hér.

 

 
 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.08.2015