News

Listasafn Islands

VIKA 22 - Sýningaropnun: Íslensk myndlist 1900-1950 / Rútuferð um útilistaverk Ásmundar / Hádegisspjall með Magnúsi Pálssyni

 

English version

 

Opið verður til 19 hjá Kaffi Kompaníinu um helgar í sumar.
VIKA 22 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR
Ólafur Kvaran er sýningarstjóri sýningarinnar Íslensk myndlist 1900-1950 sem  verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Á fimmtudaginn verður hádegsspjall með Magnúsi Pálssyni og Jóni Proppé í Hafnarhúsinu og á sunnudaginn leiðir Þorbjörg Gunnarsdóttir rútuferð um afsteypur Ásmundar Sveinssonar. Hátíð hafsins er um helgina og býður Listasafn Reykjavíkur 2 fyrir 1 í Hafnarhúsið um helgina. Um helgina hefst einnig sumaropnunartími hjá Kaffi Kompaníinu á Kjarvalsstöðum en opið verður til 19:00 um helgar í sumar.
 

 

 

SÝNINGAROPNUN - ÍSLENSK MYNDLIST 1900-1950: FRÁ LANDSLAGI TIL ABSTRAKTLISTAR
KJARVALSSTAÐIR, LAUGARDAGINN 1. JÚNÍ KL. 16Svavar Guðnason, Gullfjöll, 1946, eign Listasafns Íslands.

Færa í dagbók:

Facebook - Google - Outlook

 


Sýningin er sögulegt yfirlit íslenskrar myndlistar frá 1900-1950 þar sem hátt í tvöhundruð málverk og höggmyndir eftir 40 listamenn eru til sýnis í Vestursal og Kjarvalssal. Verkin á sýningunni koma víða að, frá listasöfnum, stofnunum og einkasöfnum. Mörg verkanna, sem eru afar mikilvæg í íslenskri listasögu, hafa ekki verið sýnd um langt árabil. Markmið sýningarinnar er að rannsaka og dýpka þekkingu okkar á menningararfinum.

Sýningunni er skipt í fjórar frásagnir og fjögur tímabil: Rómantík  og róttækni 1900-1930, Landslag 1930-1950, Maðurinn og umhverfi hans 1930-1950, Ný-róttækni og upphaf abstraktlistar 1940-1950.  Sýningarstjóri er Ólafur Kvaran.

>Sjá nánar

 

 
MAGNÚS PÁLSSON OG JÓN PROPPÉ Í HÁDEGISSPJALLI
HAFNARHÚS, FIMMTUDAGINN 30. MAÍ KL. 12:15Magnús Pálsson.

Færa í dagbók:

Facebook - Google - Outlook

 


Næstkomandi fimmtudag 30. maí kl. 12.15 munu Magnús Pálsson og Jón Proppé taka þátt í spjalli í tengslum við yfirlitssýningu Magnúsar í Hafnarhúsinu.

Magnús hefur verið einn áhrifamesti listamaður hér á landi síðustu sex áratugi og hefur alla tíð starfað á mörkum leikhúss, tónlistar og myndlistar. Sem leikmyndahönnuður á 6. áratug síðustu aldar kom hann fram með annars konar formvitund og nútímalegri sýn á leikhúsið en íslenskir áhorfendur áttu að venjast.

Magnús er þekktastur fyrir skúlptúra sem byggjast á gjörningum sem hann gerði á 8. áratug síðustu aldar en einnig fyrir aðra gjörninga sem hann hefur gert síðustu þrjá áratugi. Stærsta áhugamál hans og viðfangsefni margra verka eru hljóð og hrynjandi tungumálsins og hið rýmisbundna form þess, en leikur og grín eru aldrei víðs fjarri.

Frítt er fyrir handhafa menningarkortsins en nánari upplýsingar má finna á www.listasafnreykjavikur.is/heimsokn, allir velkomnir.

 

 

 

 

ÚTILISTAVERK ÁSMUNDUR SVEINSSON
ÁSMUNDARSAFN, SUNNUDAG 2. JÚNÍ KL. 14


Færa í dagbók:

Facebook - Google - Outlook

 


ÁSMUNDUR SVEINSSON  -  MEISTARAHENDUR
Þorbjörg Gunnarsdóttir safnafræðingur ræðir um afstöðu Ásmundar til listar á almannafæri, í görðum, við skóla, verksmiðjur o.s.frv.  Ásmundur hélt alla tíð tryggð við þá hugmynd að listin ætti erindi til fólksins og ætti heima á almannafæri. Ferðin hefst í  höggmyndagarðinum við Ásmundarsafn og síðan verður farið með hópferðabíl vítt um borgina og verk Ásmundar skoðuð.

Ásmundur reisti fyrsta höggmyndagarðinn við hús sitt við Freyjugötu árið 1938. Síðar reisti hann höggmyndagarð við heimili sitt og vinnustofu í  Sigtúni þar sem nú er Ásmundarsafn. Alls prýða 26 verk garðinn, þar af 3 járnverk. Járnverkin voru sett upp í garðinum 20. maí sl. þegar 120 ár voru liðin frá fæðingu Ásmundar.

Verð kr. 1.200. Frítt er fyrir handhafa Menningarkortsins, eldri borgara og börn undir 18 ára.

Dagskráin er í samstarfi við Kynnisferðir.

 

 

 

HALLSTEINSGARÐUR AFHENTUR REYKJAVÍKURBORG
16 HÖGGMYNDIR Í GUFUNESIElsa Yeoman, Hallsteinn Sigurðsson og Hafþór Yngvason.

 


Á Grafarvogsdeginum laugardaginn 25. maí tók Elsa Yeomen forseti borgarstjórnar á móti höfðinglegri gjöf Hallsteins Sigurðssonar myndlistarmanns til Reykvíkinga.  Um er að ræða 16 höggmyndir úr áli sem Hallsteinn kom fyrir í landi Gufuness á árunum 1989 til 2012 á hæð austan við gömlu áburðar-verksmiðjuna í Gufunesi. Í dag er þar skemmtilegur garður þar sem skúlptúrarnir hafa notið sín og veitt gestum og gangandi mikla ánægju. Verk Hallsteins Sigurðssonar eru víða, á söfnum, í einkaeign og í almenningsrými.  Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

Reykjavíkurborg metur það mikils að geta bætt skúlptúrunum við listaverkaeign sína og geta þannig stuðlað að því  að þeir verði aðgengilegir almenningi. Nú er búið að merkja garðinn Hallsteinsgarð og tileinka þannig Hallsteini landssvæðið.Þá mun Reykjavíkurborg annast eftirlit, viðhald, fræðslu og kynningu á listaverkunum.

 

 

 

AFSTEYPUR ÁSMUNDAR
HAFNARHÚS, KJARVALSSTAÐIR, ÁSMUNDARSAFNÁsmundur Sveinsson, Sumar

 

 


Í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur, að Kjarvalsstöðum, Ásmundarsafni og í Hafnarhúsi eru fáanlegar fjölmargar gerðir af vönduðum afsteypum í ýmsum stærðum eftir Ásmund Sveinsson.

Afsteypurnar hafa um árabil verið vinsæl útskriftargjöf en nánari upplýsingar um afsteypurnar, stærði og verð má nálgast hér.

 

 

 

HÁTÍÐ HAFSINS - 2 FYRIR 1 Í HAFNARHÚSIÐ UM HELGINA
HAFNARHÚS, HELGINA 1. - 2. JÚNÍ2 fyrir 1 í Hafnarhúsið um helgina í tilefni af Hátíð hafsins.

 


Helgina 1. – 2. júní er Sjómannadeginum fagnað í Reykjavík og menningu hafsins gert hátt undir höfði með fjölbreyttum hætti. Hátíðarhöld fara fram á Granda og teygja sig yfir á Ægisgarð. Tónlistaratriði, dorgveiði, listasmiðjur, sjóræningjasiglingar, bryggjusprell, furðufiskasýning og margt fleira verður í boði fyrir alla fjölskylduna.

Af þessu tilefni er gestum boðið 2 fyrir 1 í Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, enda hefur Hafnarhúsið lengi gegnt mikilvægu hlutverki við sjávarsíðuna í Reykjavík.

Hægt er að fá upplýsingar um yfirstandandi sýningar í Hafnarhúsinu á vefsíðu listasafns Reykjavíkur, www.listasafnreykjavikur.is. Við minnum einnig á Kaffi Kompaníið í Hafnarhúsinu sem býður upp á gómsætar veitingar.

 

 

 

LENGRI OPNUNARTÍMI Í KAFFI KOMPANÍINU Á KJARVALSSTÖÐUM FRÁ 1. JÚNÍ - 31. ÁGÚST
 


 


Opið verður til kl. 19 á Kaffi Kompaníinu á Kjarvalsstöðum  fimmtudaga - sunnudaga frá og með 1. júní - 31. ágúst.

Kaffi Kompaníið sem staðsett er bæði á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu býður upp á ferskan og næringarríkan hádegisverð þar sem fjölbreyttar súpur eru í aðalhlutverki  ásamt léttum og skemmtilegum réttum af matseðli þar sem hollastan er í fyrirrúmi.

Seinni partinn er svo hægt að fá sér ilmandi og gott kaffi með girnilegum kökum.

ATH.  Ekki þarf að greiða aðgangseyri inn á Listasafnið til að koma á kaffihúsið.

 

 
 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.21.2015