Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.06.2015

News

Listasafn Islands

Vika 28 - Menningarsafarí og Frum tónlistarhátíðin 2013

 

 

Skoða í vafra     English version                 
Frum 2013 Reykjavik Menningarsafarí Leiðsagnir á ensku Viðburðir framundan

 

Vika 28 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur
Reykjavík Menningarsafarí verður haldið í sjötta skipti fimmtudaginn 11. júlí. Þá standa menningar-stofnanir Reykjavikurborgar fyrir kvölddagskrá á fimm tungumálum, þar sem markmiðið er að fræða innflytjendur og aðra áhugasama um söfn, styttur, leikhús og aðra markverða staði í miðbæ Reykjavíkur. Tónlistarhátíðin Frum, sem fram fer um helgina á Kjarvalsstöðum, er einstakt tækifæri fyrir alla tónlistarunnendur og upprennandi tónlistarfólk til að fá að upplifa tímamótaverk tónlistarsögunnar að eigin raun.
Tónlistarhátíðin Frum

Kjarvalsstaðir

Frum- er nútímatónlistarhátíð sem haldin er á Kjarvalstöðum ár hvert. Megináhersla hátíðarinnar er að kynna meistaraverk nútímatónbókmenntanna fyrir tónlistarunnendum. Verk sem hafa þegar sett mark sitt á tónlistarsöguna en eru þó sjaldheyrð í tónleikahúsum Reykjavíkur.

Kammerhópurinn Adapter stendur að Frum- hátíðinni í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Sýningar Listasafnsins skapa skemmtilega umgjörð fyrir tónlistina og gefa áheyrendum tækifæri á að upplifa nýja tónlist í víðu samhengi.

Á Frum - 2013 verður tónlist eftir eitt helsta tónskáld Þýskalands, Helmut Lachenmann en einnig verða leikin verk eftir fjögur önnur þýskumælandi tónskáld, en það eru þau Klaus Huber frá Austurríki, Georg Friedrich Haas og Johannes Schöllhorn frá Sviss og unga upprennandi tónskáldið Sarah Nemtsov frá Þýskalandi.

Tónleikar hefjast kl. 20 en húsið opnar hálftíma fyrr, miðaverð er kr. 2.000/1.500 og frítt er fyrir 16 ára og yngri.

Færa í dagbók:
Facebook   Google   Outlook
Tónlistarhátíðin Frum

Grófarhús / Hafnarhús

Menningarstofnanir Reykjavikurborgar standa fyrir kvölddagskrá þar sem markmiðið er að fræða innflytjendur og aðra áhugasama um söfn, styttur, leikhús og aðra markverða staði í miðbænum.
Lagt verður af stað frá Grófarhúsi kl. 20 og gengið í um klukkustund.
Hægt verður að velja leiðsögn um miðbæ borgarinnar á ensku, pólsku, spænsku, tælensku og filippseysku.

Færa í dagbók:
Facebook   Google   Outlook
Leiðsagnir á ensku

Kjarvalsstaðir

Alla föstudaga í sumar býðst enskumælandi gestum leiðsögn um Kjarvalsstaði. Almennur aðgangseyrir gildir inn á safnið og gildir aðgangsmiðinn samdægurs í Hafnarhúsið og Ásmundarsafn.
Á Kjarvalsstöðum er einnig að finna Kaffi Kompaníið með frábæru útsýni yfir Klambratún, en Kaffi-kompaníið verður opið til kl. 19 frá fimmtudegi til sunnudags í sumar.

Færa í dagbók:
Facebook   Google   Outlook
Yfirstandandi sýningar
Magnús PálssonÍslensk myndlist 1900-1950Ásmundur og bókmenntirHuginn og Andrea
                                                                       
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl 13-17