Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 04.11.2015

News

Listasafn Islands

Vika 34 - Fréttabréf

 

Skoða í vafra     English version                 
Afhjúpun útilistaverks Kaflaskipti: Fyrirlestur Menningarnótt 2013 Reykjavík Dance Festival
Vika 34 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur
Fyrirlestur um sýningu Hugins Arasonar og Andreu Maack, Kaflaskipti, fer fram í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöldið. Menningarnótt 2013 verður formlega sett með afhjúpun á útilistaverki eftir Rafael Barrios sem staðsett er við Höfðatorg en í framhaldi verður boðið upp á leiðsögn um útilistaverkin við norður-strandlengjuna. Meðal annars efnis sem í boði verður í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt er klukkutíma hádegis-partí í Hafnarhúsi og tónleikar á Kjarvalsstöðum þar sem íslenskum og rússneskum sönghefðum er fléttað saman. Reykjavík Dance Festival hefst síðan þann 23. ágúst en Hafnarhúsið er einn af aðalvettvöngum hátíðarinnar.
Rafael Barrios, Obtusa.

Höfðatorg

Menningarnótt Reykjavíkur 2013 verður formlega sett við Höfðatorg laugardaginn 24. ágúst kl.12.30 með afhjúpun á útilistaverki eftir bandaríska listamanninn Rafael Barrios. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr setur hátíðina og afhjúpar verkið sem nefnist Obtusa og eru allir velkomnir á athöfnina.
 
Skúli Mogensen og Margrét Ásgeirsdóttir eigendur verksins buðu Listasafni Reykjavíkur Obtusa að láni eftir að hafa séð hvað verkið naut sín vel á almannafæri í New York síðastliðið sumar. 
 
Að athöfn lokinni býður Listasafn Reykjavíkur upp á leiðsögn um útilistaverkin meðfram Sæbraut undir stjórn Heiðars Kára Rannverssonar viðburðastjóra safnsins. Nánar...
 

Færa í dagbók:
Facebook   Google   Outlook
Kaflaskipti: Fyrirlestur

Hafnarhús

Innsetning Andreu Maack og Hugins Þórs Arasonar, Kaflaskipti, er í formi sýningarsalar sem á að varpa ljósi á ákveðið tímabil. Sýningin hverfist um ilm sem ætlað er að fanga kjarna listasafns fjarlægrar framtíðar. 
 
Fimmtudaginn 22. ágúst mun Elísabet V. Ingvarsdóttir hönnunarfræðingur halda fyrirlestur um tímabilsherbergi safna og fjalla um hlutverk þeirra, markmið og sannleiksgildi. Að loknum fyrirlestrinum mun Shauna Laurel Jones og Huginn Þór Arason ræða um tengsl tímabilsherbergisins við sýninguna. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook   Google   Outlook
Menningarnótt 2013

Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn

Listasafn Reykjavíkur býður borgarbúum og gestum upp á fjölbreytta dagskrá í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum á Menningarnótt.

Meðal þess sem verður í boði er klukkutíma hádegis-partí í Hafnarhúsi og tónleikar á Kjarvalsstöðum þar sem íslenskum og rússneskum sönghefðum er fléttað saman. Þá geta gestir gengið um sýningar safnsins í fylgd starfsmanna og fræðst um listaverkin. 

Ókeypis aðgangur er að Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt og eru allir velkomnir. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook      
Reykjavik Dance Festival 2013

Hafnarhús

Reykjavík Dance Festival er eina listdanshátíðin á Íslandi og hefur átt mikilvægan þátt í uppbyggingu danslistar á Íslandi frá stofnun hátíðarinnar árið 2002. Hátíðin leggur áherslu á að skapa grundvöll fyrir íslenska og alþjóðlega danslistamenn til að deila verkum sínum með áhorfendum og skapa vettvang til samræðna þeirra á milli. Hátíðin hefur aldrei jafn stór í sniðum og nú en hún fer fram á fimm stöðum, þar á meðal í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.
 
Í ár er listræn stjórn Reykjavík Dance Festival í höndum Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar sem saman skipa danshópinn Shalala. Á hátíðinni í ár er ekki að finna sérstakt þema, heldur hafa þau sett saman dagskrá af íslenskum og alþjóðlegum listamönnum og verkum sem þau telja áhugaverð. Verk Ernu, Valdimars og Shalala einkennast af öfgum sem endurspeglast í dagskrá hátíðarinnar. Reykjavík Dance Festival helgar sig því í ár öfgum í mismunandi birtingarmyndum dans og kóreografíu. Auk danssýninga er býður hátíðin upp á vinnustofur, innsetningar og fyrirlestra.
 
Listasafn Reykjavíkur er samstarfsaðili Reykjavik Dance Festival í ár og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Hafnarhúsinu daganna 23. ágúst – 1. september. Í Hafnarhúsi verða sýnd 3 dansverk auk fyrirlestrar, vídeósýningar og Lunch beat. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook      
Nýjar vörur í verslun
Íslensk myndlistSagnabrunnurKaflaskipti
                                                                       
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl 13-17