Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.48.2015

News

Listasafn Islands

Vika 36 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur


Skoða í vafra     English version                 
Meistarahendur Safnabeltið Sýningar framundan Viðburðir framundan
Vika 36 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur
Á laugardaginn verður boðið upp á leiðsögn með safnabeltið á Kjarvalsstöðum. Dagskráin Ásmundur Sveinsson: Meistarahendur,  heldur áfram sunnudaginn 8. september í Ásmundarsafni en hún er haldin í tilefni af því að í ár eru 120 ár frá fæðingu myndhöggvarans. Einnig vekjum við athygli á 3 sýningum sem verða opnaðar í Hafnarhúsinu síðar í mánuðinum.
Ásmundur Sveinsson - Meistarahendur

Ásmundarsafn

Dagskráin Ásmundur Sveinsson: Meistarahendur,  heldur áfram sunnudaginn 8. september í Ásmundarsafni en hún er haldin í tilefni af því að í ár eru 120 ár frá fæðingu myndhöggvarans.

Listfræðingurinn og myndhöfundurinn Guðrún Erla Geirsdóttir, GERLA, mun fjalla um konur í verkum Ásmundar. Konan og kvenlíkaminn var Ásmundi hugleikinn, eins og sjá má í mörgum hans þekktustu verkum. Iðulega tengir hann kvenlíkamann við túlkun sína á náttúrunni. Í verkum hans má sjá mikla virðingu fyrir konunni, móðurhlutverkinu og því sem á hans tíma voru hefðbundin kvennastörf. Nánar...


Færa í dagbók:
Facebook   Google   Outlook
Leiðsögn með safnabeltið

Kjarvalsstaðir

Boðið verður upp á leiðsögn með safnabeltið laugardaginn 7. september um sýninguna Íslensk myndlist 1900-1950 sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.

Safnabeltið er hugsað sem „handfrjálst verkfærabelti“ sem smellt er utan um mjaðmir til að auðvelda börnum og fullorðnum að skoða, spjalla saman og fara í leiðangur um sýningar safnsins.  Það er búið skemmtilegum verkfærum sem gerir safnaheimsókn fjölskyldufólks að nýrri upplifun og góðum leik. Safnabeltið stendur gestum til boða í öllum húsum Listasafns Reykjavíkur þeim að kostnaðarlausu. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook   Google   Outlook
3 sýningar opnaðar í Hafnarhúsi

Hafnarhús

Nú stendur yfir í Hafnarhúsinu undirbúningur fyrir opnun þriggja sýninga.  Þetta eru sýningarnar Zilvinas Kempinas: Brunnar og Tomas Martišauskis: Vera auk sýningarinnar Íslensk vídeólist 1975-1990.

Sýningarnar verða opnaðar laugardaginn 14. september kl. 16 og eru allir velkomnir. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook      
Yfirstandandi sýningar
Erró - GrafíkverkÍslensk myndlist 1900-1950Ásmundur og bókmenntirErró - Myndaspil
                                                                       
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl 13-17