Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.07.2015

News

Listasafn Islands

Vika 38 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur

Skoða í vafra     English version                 
Sýningarlok Jaðarber:  Elsa alvitra og Ensemble neoN
Fyrirlestraröð Kynningarmiðstöðvar Myndir frá Menningarnótt
Vika 38 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur
Á fimmtudaginn hefst að nýju fyrirlestrarröð Hönnunarmiðstöðar í Hafnarhúsinu, vöruhönnuður og fatahönnuður kynna verkefni sín. Samleikur, sýning Önnu Hallin verður opnuð í Ásmundarsafni á laugardaginn. Hinni geysivinsælu sýningu Íslensk myndlist 1900-1950: Frá landslagi til abstraktlistar, lýkur sunnudaginn 22. september og þriðjudaginn 24. september hefst tónleikaröð Jaðarbers í Hafnarhúsinu.
Anna Hallin: Samleikur

Ásmundarsafn

Samleikur, sýning Önnu Hallin verður opnuð í Ásmundarsafni laugardaginn 21. september kl. 16. Á sýningunni vinnur Anna með eins konar samspil verka sinna og höggmynda Ásmundar Sveinssonar. Hún skoðar jafnframt tengsl Ásmundar við Svíþjóð og verk Carls Milles en Ásmundur var nemandi Milles í Stokkhólmi um árabil.  Á sýningunni eru skúlptúrar eftir Önnu, teikningar og innsetning sem eiga í samtali við bygginguna og valin verk Ásmundar frá fjórða og fimmta áratugnum.

Á sýningunni skapast samleikur milli forma og útlína ólíkra listaverka. Í huga áhorfandans á sér stað viss samanburður, bæði í sjónrænu og hugmyndalegu tilliti. Jafnframt er áhorfandinn hvattur til þess að hugsa um listina í stærra samhengi, sögulegu og samfélagslegu.

Anna hefur á ferli sínum tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis og haldið einkasýningar hér á landi, í Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi svo nokkuð sé nefnt. Verk eftir hana eru m.a. í eigu Gerðarsafns, Listasafns Reykjanesbæjar og Listasafns Íslands. Um árabil hefur Anna unnið að myndlist í samstarfi við konu sína, myndlistarkonuna Olgu Bergmann, undir nafninu Berghall, en þær sýndu m.a. samstarf sitt í Listasafni Íslands árið 2012. Nánar...


Facebook      

Kjarvalsstaðir

Hinni geysivinsælu sýningu Íslensk myndlist 1900-1950: Frá landslagi til abstraktlistar, lýkur sunnudaginn 22. september. Þar gefur að líta sögulegt yfirlit íslenskrar myndlistar frá 1900-1950. Yfir tvöhundruð málverk og höggmyndir eftir 40 listamenn eru til sýnis í Vestursal og Kjarvalssal.

Verkin á sýningunni koma víða að, frá listasöfnum, stofnunum og einkasöfnum. Mörg verkanna, sem eru afar mikilvæg í íslenskri listasögu, hafa ekki verið sýnd um langt árabil.

Markmið sýningarinnar er að rannsaka og dýpka þekkingu okkar á menningararfinum. Nánar...

      

Hafnarhús

Hönnunarmiðstöð í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og  Listaháskóla Íslands stendur fyrir fyrirlestraröð í Hafnarhúsi á veturna. Á fyrirlestrunum kynna innlendir og erlendir hönnuðir og arkitektar verkefni sín en jafnframt eru tekin fyrir málefni líðandi stundar á sviðum hönnunar og arkitektúrs.

Fimmtudaginn 19. september ætla Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og Magnea Einarsdóttir fatahönnuður að kynna verkefni sín. Þórunni og Magneu var á dögunum boðið að taka þátt í norrænni kynningardagskrá hönnuða sem haldin var í Berlín dagana 1.-3. september.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook      
Jaðarber: Elsa alvitra og Ensemble neoN

Hafnarhús

Á fyrsta viðburði haustsins í tónleikaröð Jaðarbers verður tónleikverkið Elsa alvitra eftir tónskáldið Þórunni Grétu Sigurðardóttur frumflutt. Það er afrakstur tvíþættrar rannsóknar Þórunnar Grétu Sigurðardóttur, mastersnema í tónsmíðum, á tónleikhúsi (e. Music Theatre).

Tónleikverkið er í þremur þáttum fyrir tvo söngvara, flautu, klarinett, píanó og slagverk. Efniviðurinn er sóttur í lítt þekkt, samnefnt ævintýri úr safni Grimms bræðra.

Jaðarber er tónleikaröð sem unnin er í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og leggur áherslu á frumlega og tilraunakennda en jafnframt spennandi tónlist.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Hafnarhúsinu og er aðgangur ókeypis. Nánar...

Facebook      

Ásmundarsafn

Ásmundarsafn verður lokað frá og með mánudeginum 16. september – 20. september en verið er að undirbúa sýningu á verkum Önnu Hallin sem nefnist Samleikur. Sýningin Samleikur opnar laugardaginn 21. september kl. 4 í Ásmundarsafni.

      
Yfirstandandi sýningar
Erró GrafíkÍslensk Myndlist 1900-1950Íslensk vídeólistErró Myndaspil
                                                                       
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl 13-17