Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 01.37.2015

News

Listasafn Islands

Vika 43

Skoða í vafra     English version                 
Örsmiðja fyrir börn Rodchenko Slátur 2013 Erró opnun
Vika 43 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur
Á fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar á fimmtudaginn ætla fjórir Creative Directors af stórum auglýsingastofum í Reykjavík að segja frá því hvernig sé að starfa í breyttum heimi miðlunar.

Vegglistaverk Theresu Himmer verður afhjúpað við athöfn í Breiðholtinu á laugardaginn og eru allir velkomnir.

Gerningar og gjörningaveður í vídeólist á Norðurlöndunum er yfirskrift Nordic Outbreak hátíðarinnar sem fram fer í Hafnarhúsinu um helgina.

Á sunnudaginn leiðir Anna Hallin gesti um sýningu sína Samleik, í Ásmundarsafni.
Teresa Himmer vegglist

Jórufell

Listasafn Reykjavíkur býður íbúum í Breiðholti og öðrum borgarbúum á formlega afhjúpun á vegglistaverkinu Birtingarmynd eftir Theresu Himmer á fjölbýlishúsinu Jórufelli 2-12 í Breiðholti laugardaginn 26. október kl. 14. Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpar verkið. 

Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra um verkefnið fyrr á þessu ári en þar kom meðal annars fram að: „Listaverk í opinberu rými geti haft mjög jákvæð áhrif á umhverfið, fegrað það, vakið umræðu og skapað almennan áhuga á myndlist.“ 

Ákveðið var að láta gera tvær stórar veggmyndir á gafla tveggja hárra fjölbýlishúsa í Efra-Breiðholti. Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með verkefninu og efndi til lokaðrar samkeppni um val á listamönnum. Dómnefndin var skipuð fulltrúum frá hverfisráði Breiðholts, íbúasamtökunum Betra Breiðholti, hverfisráði Breiðholts, ungmennaráði Breiðholts, Félagsbústöðum, húsfélagi Asparfells og innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur. Nánar...


Færa í dagbók:
Facebook      
Nordic Outbreak

Hafnarhús

Farandssýningin Nordic Outbreak fer fram í Listasafni Reykjavíkur dagana 25.-27. október.  Verkefnið er norrænt samstarfsverkefni þar sem áhersla er lögð  á að miðla nýjum myndbandsverkum valinna listamanna frá Norðurlöndum. Streaming Museum í New York stofnaði til verkefnisins á þessu ári og hefur það ferðast til valinna menningarstofnana á Norðurlöndum undanfarna mánuði.

Dagskráin fer fram í Hafnarhúsi og samanstendur af sýningum á nýrri vídeólist, fyrirlestri og pallborðsumræðum. Dagskráin er unnin í tengslum við sýninguna Íslensk vídeólist frá 1975-1990 sem stendur yfir í Hafnarhúsi. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook      
Hönnunarmiðstöð

Hafnarhús

Fjórir Creative Directors af stórum auglýsingastofum í Reykjavík ætla þann 24. október að segja frá því hvernig sé að starfa í breyttum heimi miðlunar. Þeir Einar Örn Sigurdórsson á Íslensku Auglýsingastofunni, Jón Ari Helgason á Brandenburg, Jón Árnason á EnnEmm og Viggó Örn Jónsson á JL fjalla um hvernig þeir beita nýjum leiðum í miðlun og segja frá verkefnum auglýsingastofanna.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.00, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook      
Listamannsspjall með Önnu Hallin

Ásmundarsafn

Sunnudaginn 27. október mun Anna Hallin leiða gesti um sýninguna sína Samleikur, sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni. Á sýningunni vinnur Anna með eins konar samspil verka sinna og höggmynda Ásmundar Sveinssonar. Hún skoðar tengsl Ásmundar við Svíþjóð og verk Carls Milles en Ásmundur var nemandi hans í Stokkhólmi um árabil.  Á sýningunni eru  skúlptúrar eftir Önnu, teikningar og innsetning sem eiga í samtali við bygginguna og valin verk Ásmundar frá fjórða og fimmta áratugnum.

Leiðsögnin hefst klukkan 15. Aðgangur er kr. 1200. Frítt er fyrir handhafa Menningarkorta.

Facebook      
Yfirstandandi sýningar
Erró: Heimurinn í dagRodchenkoSagnabrunnurÍslensk videólist
                                                                       
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl 13-17