Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 04.42.2015

News

Listasafn Islands

Safneignarsíða Listasafns Reykjavíkur opnuð / Jaðarber á Kjarvalsstöðum / Vatnslitasmiðja í Hafnarhúsi / Kærleikskúlan 2013

Skoða í vafra     English version                 
Safneignin á netinu Jaðarber Vatnslitasmiðja Kærleikskúlan
Vika 48 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur
Stórum áfanga var náð í sögu Listasafns Reykjavíkur í dag þegar safneign þess var gerð aðgengileg á síðunni safneign.listasafnreykjavikur.is. Á miðvikudagskvöld heldur Jaðarber einstæða tónleika á Kjarvalsstöðum og er aðgangur ókeypis. Á laugardaginn mun Björg Viggósdóttir halda utan um skemmtilega  vatnslita vídeósmiðju í Hafnarhúsinu. Kærleikskúlan 2013 er eftir Ragnar Kjartansson.
Safneign.listasafnreykjavikur.is

Safneignarsíða Listasafns Reykjavíkur

Skoðaðu listaverkin þín á safneign.listasafnreykjavikur.is

Listasafn Reykjavíkur fagnaði tímamótum í dag þegar tæplega níu þúsund listaverk í eigu safnsins voru gerð aðgengileg á vefsíðunni safneign.listasafnreykjavikur.is. Á síðunni er hægt að nálgast myndir og upplýsingar um verk eftir íslenska listamenn frá aldamótunum 1900 til ársins 2013. Þar er jafnframt hægt að skoða götukort með upplýsingum um útilistaverk í Reykjavík. Þá hafa listfræðingar skrifað fróðleik um valin verk á síðunni.

Safneign.listasafnreykjavikur.is auðveldar aðgengi að íslenskri myndlist og er ætlað að auka áhuga á þessum mikilvæga menningararfi þjóðarinnar. Vefsíðan býður jafnframt upp á nýja möguleika til að njóta myndlistar og fræðast um íslenska listasögu.

Listasafn Reykjavíkur er stærsta listasafn landsins en safneignin telur alls um sautján þúsund verk og samanstendur af almennri listaverkaeign eftir fjölda innlendra og erlendra listamanna, Errósafni, Kjarvalssafni og Ásmundarsafni. Þessi söfn hafa ýmist orðið til fyrir stórmannlegar gjafir listamanna og einstaklinga eða kaup á listaverkum. Öll verk eftir íslenska listamenn eru nú til sýnis á nýju vefsíðunni nema hluti af teikningum í eigu safnsins. Nánar...

Slóð á Safneignarsíðu Listasafns Reykjavíkur: safneign.listasafnreykjavikur.is

 
      
Jaðarber - tónleikar

Kjarvalsstaðir

Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja tónverkið For John Cage (1982) eftir Morton Feldman miðvikudaginn 27. nóvember. Það er afar óvenjulegt að verk Feldmans í þessari lengd séu flutt hér á landi en verkið er einkar krefjandi fyrir flytjendur. Tónleikarnir eru því merkisviðburður og búast má við einstakri upplifun á þeim.

Jaðarber er tónleikaröð sem unnin er í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og leggur áherslu á frumlega og tilraunakennda en jafnframt spennandi tónlist.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og aðgangur er ókeypis. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook      
Vatnslita vídeósmiðja

Hafnarhús

Boðið verður upp á spennandi vatnslita vídeósmiðju fyrir börn laugardaginn 30. nóvember  í tengslum við sýningarnar sem nú standa yfir í Hafnarhúsinu.

Þátttakendur fá einstakt tækifæri til að skyggnast inn í heim vídeólistarinnar og að lokum gera sitt eigið vídeóverk. Í smiðjunni verða gerðar tilraunir með vídeóupptökur af litum og ljósi í vatni og hvernig þau mynda samspil. Vídeóverkin verða tekin upp og þátttakendur geta fengið þau send til sín að vinnustofunni lokinni. Myndlistarkonan Björk Viggósdóttir leiðir smiðjuna.

Börnum eldri en sex ára er boðið að taka þátt. Það er ekki nauðsynlegt að skrá sig en fjöldi þátttakenda er 15. Smiðjan stendur frá kl. 14-16.

Færa í dagbók:
Facebook      
Kærleikskúlan

 

Hugvekja eftir Ragnar Kjartansson er Kærleikskúla ársins 2013. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hóf útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003. Úr er orðið einstakt safn listaverka eftir marga af okkar þekktustu listamönnum.

Tilgangur með sölu kúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóðinn til starfssemi SLF í Reykjadal. Fyrir hver jól er haldin athöfn í Listasafni Reykjavíkur þar sem kúla ársins er frumsýnd. Biskup Íslands hefur blessað hverja kúlu auk þess að fyrsta kúla hvers árs er veitt verðugri fyrirmynd eða fyrirmyndum úr hópi fatlaðra.

Kærleikskúlan er munnblásin og gerð í takmörkuðu upplagi, hver kúla er því einstök. Kúlunni er pakkað af einstakri natni af starfsmönnum á vinnustofunni Ás sem er verndaður vinnustaður.

Sala Kærleikskúlunnar fer fram 5.-19. desember. Þær verslanir sem selja Kærleikskúluna gera það án þóknunar og rennur allur ágóði því beint til málefnisins. Kærleikskúlan er seld i Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni en einnig hjá ýmsum söluaðilar um land allt. Nánari upplýsingar um sölustaði, vefverslun og eldri kúlur má finna á www.kaerleikskulan.is.

Facebook      
Yfirstandandi sýningar
Erró: Heimurinn í dagRodchenkoSagnabrunnurÍslensk videólist
                                                                       
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept. 10-17 / okt. - apríl 13-17