News

Listasafn Islands

Tímabundið hlé frá goðsögninni Kjarval

Tímabundið hlé frá goðsögninni Kjarval
Sýningarstjóraspjall Einars Garibalda Eiríkssonar
sunnudag, 27. maí kl. 15


Á sýningunni K-þátturinn - Málarinn Jóhannes S. Kjarval leitast sýningarstjórinn Einar Garibaldi Eiríksson við að svipta hulunni af goðsögninni Kjarval og hleypa áhorfandanum beint að verkum meistarans. Að sögn Einars Garibalda eru verk Kjarvals á þessari sýningu tekin til endurskoðunar án listfræðilegra útskýringa, staðreynda um lífshlaup hans, lýsinga á líkamsburðum eða sögum af sérstæðu lundarfari hans. Sýningunni er ætlað að vera tilraun þar sem áhorfendur eru hvattir til að taka þátt í samræðu við málarann og líta á sýningarými Kjarvalsstaða sem áhættusvæði óheftrar hugsunar, fremur en geymslustað ónsertanlegra meistaraverka. Einar Garibaldi býður gestum að ganga með sér um sýninguna þar sem hann leitast við að láta rödd Kjarvals hljóma beint til áhorfenda. Sýningarstjóraspjallið verður kl. 15 sunnudaginn 27. maí.
Vakin er athygli á að nú stendur líka yfir á Kjarvalsstöðum hönnunarsýningin Magma/Kvika. Í tengslum við hana er í norðursalnum sýningin Kveikja - Opin listsmiðja þar sem gestir á öllum aldri geta beitt eigin sköpunargáfu við smíði hluta úr kubbum sem sérstaklega voru hannaðir fyrir sýninguna af Ólafi Ómarssyni hjá Studio Bility. Í kaffiteríu eru ferskar og góðar veitingar á sanngjörnu verði.
Verið velkomin!Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.32.2015