News

MANNGERÐAR LAUGAR - ÍSLENSKIR STAÐIR

Í tengslum við yfirstandandi sýningu Roni Horn - MY OZ í Listasafni Reykjavíkur mun Guja Dögg, arkitekt og deildarstjóri byggingarlistardeildar safnsins halda fyrirlestur um manngerðar laugar í íslensku landslagi. Listamaðurinn Roni Horn hefur um langa hríð haft sérstakan augastað á vatni í ýmsum myndum bæði innanlands sem utan og verið heilluð af náttúru Íslands eins og víða má greina á sýningunni. Upplifun Roni Horn er afar persónuleg og snertir áleitna þætti um skynjun, manngert umhverfi, byggingarlist og náttúru. Með sýn Roni Horn að leiðarljósi leitast Guja Dögg við að fjalla um íslenskar laugar og samhengi þeirra við stórbrotið landslag út frá tengslum manns og náttúru eða byggingarlistar við stað.

Gestir safnsins eru hvattir til að njóta bæði fyrirlesturs og sýningar.

 

Print Go back
 

Mobile | Contact us | Sitemap | Large/small     

 

 

Hafnarhus

Visit the museum
Open: 10:00 - 17:00
Thursday 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstadir

Visit the museum
Open 10 a.m. - 5 p.m.

 

 

 

Asmundarsafn

Visit the museum
1. May - 30. Sep. 10-5
1. Oct. - 30. Apr. 1-5