News

Listasafn Islands

Tónlistarhátíðin Frum á Kjarvalsstöðum í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur

Tónlistarhátíðin Frum - 2007 verður haldin á Kjarvalsstöðum dagana 8. - 10. júní í sýningarsölum safnsins.
Meðal verka á efnisskrá tónlistarhátíðarinnar er verk Mortons Feldmans, sem tekur fimm klukkustundir í flutningi.
 
Föstudaginn 8. júní kl. 20
Adapter frumflytur sjö verk eftir Íslendingana Atla Ingólfsson, Davíð Brynjar Franzson og Inga Garðar Erlendsson, og fjögur verk eftir þýsku tónskáldin Tom Rojo Poller, Asmus Trautsch, Sebastian Winkler og Yoav Pasovsky. Tónleikarnir fara fram í austursal Kjarvalsstaða þar sem nú stendur yfir sýningin K-þátturinn - Málarinn Jóhannes S. Kjarval.

Laugardaginn 9. júní kl. 20
Adapter heldur tónleika með virtúósískum einleiksverkum eftir ítalska tónskáldið Franco Donatoni (1927-2000) sem var eitt af þekktari tónskáldum 20. aldarinnar. Hann samdi ógrynni verka en hingað til hafa einungis fá þeirra verið flutt hérlendis. Flutningurinn fer fram í aðalsýningarrými hönnunarsýningarinnar Magma/Kvika.

Sunnudaginn 10. júní kl. 12-17
For Philip Guston samdi Morton Feldman (1926-1987) fyrir flautur, celestu, píanó og slagverk. Verkið tekur tæpa fimm tíma í flutningi og var samið til að flytja á listasafni. Flutningurinn fer fram í einum hluta salarins þar sem hönnunarsýningin Magma/Kvika er, en gert er  ráð fyrir að áhorfendur geti gengið inn og út úr salnum á meðan flutningur sendur yfir.
Tónlistarhópinn Adapter skipa Kristjana Helgadóttir á flautu, Ingólfur Vilhjálmsson á bassaklarinettu, Gunnhildur Einarsdóttir á hörpu, Marc Tritschler á píanó og Matthias Engler á víbrafón. Stjórnandi er Manuel Nawri.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.31.2015