News

Fjölskyldufjör í Ásmundarsafni sunnudaginn 10. júní

Næstkomandi sunnudag býður Listasafn Reykjavíkur fjölskyldufólki að eiga skemmtilega og fræðandi stund í Ásmundarsafni frá kl. 13 - 16. Aðgangur er ókeypis.
Dagskráin hefst klukkan 13 með fjölskylduleik og leiðsögn. Í garðinum verður farið í ratleik sem tengist styttum Ásmundar Sveinssonar og inni er hægt að spreyta sig á skemmtilegu verkefni í tengslum við sýninguna Lögun línunnar. Þar verða skoðuð ólík form og lögun í verkum og byggingu Ásmundar þar sem saman fara hvassar og ávalar línur.
Klukkan 14 verður Yean Fee Quay sýningarstjóri sýningarinnar Lögun línunnar með leiðsögn. Á sýningunni er lögð áhersla á abstrakt verk eftir Ásmund, en listamaðurinn hóf að gera tilraunir með abstrakt verk um miðjan fimmta áratug síðustu aldar.
Í Ásmundarsafni stendur einnig yfir sýningin Þjóðsögur Munnmælasögur þar sem sýndar eru myndskreyttar þjóðsögur úr munnlegri geymd. Hægt er að lesa sögurnar við myndirnar eða hlýða á þær í gegnum gjaldfrjálst gsm-númer.
Garðurinn við Ásmundarsafn er alltaf opinn öllum og tilvalinn áninga- og skemmtistaður fyrir alla fjölskylduna. Print Go back
 

Mobile | Contact us | Sitemap | Large/small     

 

 

Hafnarhus

Visit the museum
Open: 10:00 - 17:00
Thursday 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstadir

Visit the museum
Open 10 a.m. - 5 p.m.

 

 

 

Asmundarsafn

Visit the museum
1. May - 30. Sep. 10-5
1. Oct. - 30. Apr. 1-5