News

Listasafn Islands

Laus störf hjá Listasafni Reykjavíkur

Laust er til umsóknar staða gæslufulltrúa í Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17. Um er að ræða hlutastarf og er starfshlutfall 87,5%. Unnið er alla virka daga frá kl. 10-17.

Helstu verkefni
Gæsla listmuna og safnhúss.
Símsvörun og upplýsingagjöf til gesta.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Haldgóð menntun sem nýtist í starfi.
Færni í erlendum tungumálum.
Færni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, nákvæmni, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsækjendur þurfa að geta hafið 15. ágúst 2007
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Önnu Friðbertsdóttur, skrifstofustjóra, Listasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Jafnframt er tekið á móti umsóknum á netfangið anna.fridbertsdottir@reykjavik.is. Umsóknarfrestur er til 7. júlí 2007

 

Laust er til umsóknar staða umsjónarmanns kaffiteríu á Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Starfshlutfall er 100%. Unnið er alla virka daga frá kl. 9-17.
Helstu verkefni:
Almennur rekstur kaffiteríu safnsins.
Afgreiðsla gesta.
Framleiðsla veitinga.
Upplýsingagjöf til helgarstarfsmanna.
Innkaup.
Starfsmannahald.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. ágúst 2007
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Önnu Friðbertsdóttur, deildarstjóra rekstrardeildar sem jafnframt gefur upplýsingar í síma, s. 590-1200, Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Jafnframt er tekið á móti umsóknum á netfangið anna.fridbertsdottir@reykjavik.is. Umsóknarfrestur er til 7. júlí 2007

 

Einnig starfsfólk um helgar í kaffiteríu.

Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Önnu Friðbertsdóttur, deildarstjóra rekstrardeildar sem jafnframt gefur upplýsingar í síma, s. 590-1200, Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Jafnframt er tekið á móti umsóknum á netfangið anna.fridbertsdottir@reykjavik.is. Umsóknarfrestur er til 7. júlí 2007Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.48.2015