News

Listasafn Islands

MAGMA / KVIKA. STEFNUMÓT VIÐ GRAFÍSKAN HÖNNUÐ

Einn af þeim rúmlega áttatíu hönnuðum sem eiga verk á sýningunni Magma/Kvika á Kjarvalsstöðum er grafíski hönnuðurinn Ámundi Sigurðsson. Ámundi hefur starfað sem grafískur hönnuður frá 1985 og komið víða við. Hann hannaði m.a. útlit nýlegrar auglýsingaherferðar í formi veggspjalda og blaðaauglýsinga fyrir Landsbankann, þar sem landsmönnum var óskað til hamingju með hina ýmsu tyllidaga, og hlaut fyrir hana viðurkenningar og verðlaun. Skjaldamerki hljómsveitarinnar Ghostdigital er eitt af verkum Ámunda en hann á einnig heiðurinn af hönnun bókarinnar  Magma/Kvika sem gefin var út í tilefni sýningarinnar.
Hádegisstefnumótið við Ámunda hefst kl. 12.00 og stendur yfir í 20 mínútur. Kaffitería Kjarvalsstaða býður upp á ljúffengar veitingar að því loknu.

Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.09.2015