News

Listasafn Islands

MAGMA / KVIKA, SÚKKULAÐISTEFNUMÓT VIÐ BRYNHILDI

Hugleiðingar um náttúruhamfarir á borð við eldgos minna okkur á að náttúran mun alltaf hafa síðasta orðið. Líka geta slíkir þankar leitt til skemmtilegra hugmynda sem gaman er að borða. Kökudeig sem myndlíking svellandi jarðskorpunnar fékk rífandi byr í áhuga Brynhildar á bakstri og bakkelsi. Úr varð hönnun hennar á kökuuppskrift að eldfjalli sem sameinar sætabrauðs- og náttúruunnendur. Fleiri spekúlasjónir um landið og fjöllin kveiktu svo aðrar girnilegar hugmyndir. Súkkulaðifjöllin eru byggð á einskonar jarðfræði: Kvikuhólfin eru úr karamellu, bólstrabergið er hnetufylling, snjóalög verða hvítt súkkulaði, svartir hamrar dökkt súkkulaði. Molarnir eru stórir því þegar borðað er heilt fjall er lágmark að finna aðeins fyrir því. Súkkulaðifjöllin hannaði Brynhildur í samstarfi við Hafliða Ragnarson súkkulaðisérfræðing og bakara.
Að stefnumótinu loknu er hægt að bregða sér í kaffiteríu Kjarvalsstaða sem býður upp á úrval veitinga. Súkkulaðimolana er hægt að kaupa í safnverslun Kjarvalsstaða ásamt fjölbreyttu úrvali af hönnunarmunum.

Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.45.2015