News

Listasafn Islands

STEFNUMÓT HÖNNUÐA - SKINN OG BEIN

Á sýningunni Magma/Kvika kemur vöruhönnuðurinn og listamaðurinn Egill Kalevi Karlsson fram með skemmtilegar vangaveltur um hlutverk húðar og beinagrindar. Hið fullkomna samstarf sérhæfðra líkamshluta hefur skrýtna og nýstárlega útkomu í skóskel annarsvegar og sokk hinsvegar sem þó eru óaðskiljanleg því hvorugt er nýtanlegt eitt og sér.
Stefnumótið við Egil hefst kl. 12.00 og varir í tuttugu mínútur. Að því loknu er hægt að bregða sér í kaffiteríu Kjarvalsstaða sem býður upp á úrval veitinga. Safnverslun Kjarvalsstaða býður einnig upp á fjölbreytt úrval hönnunarmuna.

Aðgangur er ókeypis á Kjarvalsstaði alla fimmtudag. Opið daglega 10 - 17.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.46.2015