News

Listasafn Islands

ÓVÆNTAR DYR!

Í sumar hafa menningarstofnanir Reykjavíkurborgar staðið fyrir tíu skemmtilegum göngum um miðborgina undir yfirskriftinni Kvöldgöngur úr Kvosinni. Göngurnar hafa verið afar vel sóttar en þetta er þetta þriðja sumarið sem boðið er upp á þessa skemmtan. Göngurnar í sumar hafa verið hver annarri forvitnilegri en meðal þess sem kannað hefur verið eru slóðir Jónasar Hallgrímssonar, brunar í miðbænum, gömul og ný byggingarlist og fornleifar og landnám. Auk þess hefur verið gengið í fótspor Friðriks VIII konungs, farið í drauga- og hamfarasiglingu, og gægst á bak við hinsegin Reykjavík.

Nú er komið að síðustu göngu sumarsins sem jafnan er óvissuganga í boði allra safnanna. Þó að ekki sé vert að segja of mikið um gönguna í ár, er þó víst að þar mun sjónum verða beint að ólíkum hurðum og þær skoðaðar í nýju og óvæntu samhengi við sögu, listir  og  bókmenntir.

Leiðsögn verður í höndum starfsfólks Borgarbókasafns Reykjavíkur, Listasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur. Gangan leggur af stað úr Grófinni kl. 20 og er gert ráð fyrir að hún taki rúma klukkustund. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.34.2015