News

Listasafn Islands

STEFNUMÓT VIÐ ODDGEIR OG GUÐRÚNU

Næstsíðasta hádegisstefnumótið á hönnunarsýningunni  Magma / Kvika verður fimmtudaginn 16. ágúst. Þá munu húsgagnahönnuðurnir Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson segja frá MGO húsgagnalínu sinni, sem notið hefur mikillar velgengni. Saga húsgagnalínunnar er afar forvitnileg og má rekja til fallegra borðstofustóla sem vantaði tilhlýðilegt borðstofuborð.
Stefnumótið hefst kl. 12.00 og stendur yfir í tuttugu mínútur. Að því loknu er hægt að bregða sér í kaffiteríu Kjarvalsstaða sem býður upp á úrval veitinga á góðu verði.

Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.44.2015