News

Listasafn Islands

Yfir 20.000 gestir hafa séð hönnunarsýninguna Magma / Kvika á Kjarvalsstöðum í sumar! Sýningunni lýkur senn.

Hönnunarsýningar af þessari stærðargráðu eru fáheyrðar á Íslandi en á sýningunni var lögð áhersla á að varpa ljósi á samtímahönnun auk þess að skapa vettvang fyrir opna umræðu um stöðu íslenskrar hönnunar hérlendis og í alþjóðlegu samhengi. Listasafn Reykjavíkur hefur þannig staðið fyrir metnaðarfullri dagskrá í tengslum við sýninguna; sýningarstjóraspjalli, málþingi auk fjórtán hádegisleiðsagna hönnuða sem tugir gesta hafa sótt og kunnað að meta.
Sýningin er frumraun hönnuðarins Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur sem sýningarstjóra. Sýningin hefur notið mikillar athygli bæði hérlendis og erlendis en fulltrúar erlendra hönnunartímarita hafa komið til landsins vegna sýningarinnar og sýnt henni og eða einstaka hönnuðum sérstakan áhuga. Sú umfjöllun sem þegar hefur birst og búast má við á næstunni í tímaritum á borð við bandaríska hönnunartímaritið Surface Magazine mun því enn auka hróður íslenskrar hönnunar á alþjóðavettvangi.

Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Straumur - Burðarás, en sýningin er einnig styrkt af Iðnaðarráðuneytinu. Hún er unnin í samvinnu við Hönnunarvettvang og var jafnframt á dagskrá Listahátíðar í Reykjavíkur árið 2007.

Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10-17.

Leiðsögn verður um sýninguna sunnudaginn klukkan 15:00.

Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.23.2015