News

Listasafn Islands

Gjörningaklúbburinn í meira en tíu ár Hafnarhús 31. ágúst kl. 20:00

Á sýningu Listasafns Reykjavíkur er gerð grein fyrir þróun hópsins síðastliðin ellefu ár og eldri verkum teflt fram með nýjum og áður ósýndum verkum.

Gjörningaklúbbinn skipa Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir en Dóra Ísleifsdóttir starfaði með hópnum á upphafsdögum hans.

Fyrsti opinberi gjörningur hópsins var Kossagjörningurinn sem framinn var í beinni útsendingu í fréttatengdum þætti Sjónvarpsins árið 1996. Kossagjörningurinn vakti athygli almennings á Gjörningaklúbbnum, en kossinn sögðu þær sjálfar vera „aðeins lengri en vinakoss, en örlítið styttri en koss elskenda.“

Listasafn Reykjavíkur gefur út veglega bók um Gjörningaklúbbinn í tilefni af sýningunni. Auk greinar eftir sýningarstjórann Yean Fee Quay er þar að finna hugleiðingar nokkurra samferða- og samstarfsmanna hópsins, m.a. Björk, Sjón, Kristínu Jóhannesdóttur, Þorvald Þorsteinsson, Margréti Vilhjálmsdóttur og Halldór Björn Runólfsson.

Aðal styrktaraðili sýningarinnar er Glitnir.
THG arkitektar lögðu til hönnun og smíði innsetningar sýningarinnar.

Sýningin stendur til 21. október. Sjá hér frekari upplýsingar um sýninguna og dagskrá henni tengdri.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.07.2015