News

Listasafn Islands

MÁLÞING OG UMRÆÐUR THG ARKITEKTA OG GJÖRNINGAKLÚBBSINS Í HAFNARHÚSINU FIMMTUDAGINN 6. SEPTEMBER KL. 17:00

Listasafn Reykjavíkur og Arkitektafélag Íslands boða til málþings í Hafnarhúsinu þar sem Arnaldur mun fjalla um samspil arkitektúrs og lista við tilurð sýningarinnar; hugmyndina að baki innsetningunni, þróun, hönnun, uppsetningu og samstarfið við Gjörningaklúbbinn. Að loknu erindi Arnaldar munu Gjörningaklúbburinn og Arnaldur sitja fyrir svörum um sýninguna. 
Völundarhúsið er létt í eðli sínu og vísar þannig til kvenlegra gilda sem einkenna verk Gjörningaklúbbsins. Það er sett saman úr þrjú hundruð fermetrum af viðarplötum, sem sagaðar hafa verið niður í um tvö þúsund einingar og mynda umgjörð sýningarinnar. 

Málþingið er í boði Listasafns Reykjavíkur og Arkitektafélags Íslands.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 04.17.2015