News

Listasafn Islands

Af hverju býr fólk í húsum? Kjarvalsstaðir, Sunnudag 23. september kl. 14:00

Gestum er einnig boðið að fá útrás fyrir sköpunarþörf sína með því að byggja líkan úr trélistum og brjóta saman gogg með óvæntum spurningum um ýmislegt sem viðkemur byggingarlist Kjarvalsstaða.
Fjölskyldustundin er unnin í tengslum við sýningu norðursalarins, Byggingarlist í augnhæð, sem helguð er ungu fólki. Sýningin er unnin út frá þeirri hugsjón að fræðsla um byggingarlist örvi upplifun og efli meðvitund ungs fólks um umhverfi sitt. Þar er varpað fram spurningum eins og „er munur á byggingum og byggingarlist?” Sýningin leggur út frá þremur grunngildum byggingarlistarinnar sem eru fegurð, varanleiki og notagildi.
Sýningin tengist þróunarverkefni sem Arkitektafélag Íslands hefur átt frumkvæði að og er ætlað til kennslu í byggingarlist fyrir börn og ungt fólk. Sýningarstjóri er Guja Dögg Hauksdóttir. Sýningin stendur til 31. desember.

Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.58.2015