News

Listasafn Islands

Málþing um Eggert Pétursson, Fundarsalur Kjarvalsstaða,Laugardaginn 29. september kl. 13:00

Sýningu Eggerts Péturssonar hefur verið afar vel tekið af öllum aldurshópum og aðsókn á hana verið jöfn og þétt. Frá því sýningin var opnuð, 8. september, hafa daglegir gestir að jafni verið 450 eða alls um 8.500 gestir á tæplega þremur vikum. Sýningin  spannar feril Eggerts frá upphafi til dagsins í dag og eru þar rúmlega fimmtíu verk til sýnis.
Eggert hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1980 og hefur síðan haldið fjölda einka- og samsýninga hérlendis og erlendis. Eggert hlaut önnur verðlaun Carnegie Art Award sjóðsins árið 2006. Eftir hann liggja margar myndskreytingar en kunnust er myndskreyting hans í nýrri útgáfu bókarinnar Íslensk flóra sem Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur skrifaði og kom út árið 1983.

Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.34.2015