News

Listasafn Islands

Hugleiðing um húsgagn, Kjarvalsstaðir, Laugardaginn 20. október kl. 16:00

Óli Jóhann er fæddur í Reykjavík 1940. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1961 og lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík sama ár. Þá hóf hann nám í húsagerðarlist við University of Nottingham í Englandi og lauk þaðan prófi 1967.

Fyrstu þrjú árin eftir nám starfaði hann hjá skipulagsdeild Reykjavíkur en hefur síðan að mestu rekið teiknistofu með öðrum og ei nn frá 1992. Ásamt hefðbundnum arkitektastörfum hefur Óli Jóhann starfað ötullega að hönnun ýmissa kerfa fyrir byggingariðnaðinn, svo sem milliveggja og einingahúsa. Árið 1995 hóf Óli Jóhann að hanna húsgögn. Deltastóll hans var valinn í sýningarskála Íslands á heimssýningunni í Hanover árið 2000 og fékk hönnuðurinn í kjölfarið veglega kynningu í hinu virta hönnunartímariti Moebel Interior Design.

Árið 2002 hélt Hönnunarsafn Íslands sýningu á fellihúsgögnum Óla Jóhanns. Húsgögn hans er að finna á söfnum í fjórum löndum: Hönnuarsafni Íslands, Kunstindustrimuseet í Ósló, Kunstgewerbe-Museum í Berlín og The Museum of Applied Arts í Vilnus.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.06.2015